Englendingar keyrðu yfir Albani og eru komnir með annan fótinn til Katar

Harry Kane kláraði þrennuna í kvöld með glæsilegu marki.
Harry Kane kláraði þrennuna í kvöld með glæsilegu marki. Laurence Griffiths/Getty Images

Englandingar svo gott sem tryggðu sér sæti á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar á næsta ári með 5-0 sigri gegn Albaníu í næst síðustu umferð I-riðils.

Harry Maguire kom Englendingum yfir strax á níundu mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Reece James í netið, og nafni hans, Harry Kane, tvöfaldaði forskot Englendinga níu mínútum síðar eftir stodendingu frá Jordan Henderson.

Henderson bætti svo sjálfur þriðja marki Englendinga við á 28. mínútu þegar Harry Kane launaði greiðann og lagði upp fyrir Liverpool-manninn.

Harry Kane bætti fjórða marki Englendinga við á 33. mínútu, og hann fullkomnaði svo þrennu sína með frábæru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og niðurstaðan varð því 5-0 sigur Englendinga. Liiðið er nú á toppi I-riðils með þriggja stiga forskot á Pólverja sem sitja í öðru sæti, og þurfa bara að ná í stig gegn San Marínó í seinustu umferðinni til að tryggja sér sæti á HM.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira