Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 14. nóvember 2021 19:00 Birkir Bjarnason og Stefán Teitur Þórðarson í leik kvöldsins. EPA-EFE/NAKE BATEV Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. Ezgjan Alioski kom Norður-Makedóníumönnum yfir á 7. mínútu en Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði á 54. mínútu. Ellefu mínútum síðar kom Eljif Elmas Norður-Makedóníu aftur yfir og hann gulltryggði svo sigur liðsins þegar hann skoraði sitt annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Með sigrinum tryggði Norður-Makedónía sér 2. sætið í J-riðli undankeppninnar og þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar. Ísland endaði hins vegar í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins með níu stig. Einu sigrar íslenska liðsins í undankeppninni komu gegn Liechtenstein og átta af tólf mörkum þess komu gegn Liechtensteinum. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu á undanförnum mánuðum af ýmsum ástæðum og allt í einu er Ísland með yngsta landslið Evrópu. Framtíð þess getur orðið björt ef rétt verður haldið á spilunum en leiðin á toppinn gæti orðið löng og torfær. Norður-Makedónía var talsvert sterkari aðilinn í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Íslendingum gekk þá illa að halda boltanum og voru heppnir að vera ekki 2-0 undir í hálfleik. Besti kafli Íslendinga kom eftir mark Jóns Dags og fyrra mark Elmas kom aðeins gegn gangi leiksins. Róðurinn varð svo enn þyngri þegar Ísak Bergmann Jóhannesson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Elmas kláraði dæmið svo fyrir Norður-Makedóníu með laglegu marki sjö mínútum síðar. Erfið byrjun Arnar Þór Viðarsson skipti um bakverði frá markalausa jafnteflinu gegn Rúmeníu á fimmtudaginn. Birkir Már Sævarsson og Guðmundur Þórarinsson komu inn fyrir Alfons Sampsted og Ara Frey Skúlason. Annað var óbreytt. Norður-Makedóníumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti. Strax á 3. mínútu komust heimamenn í skyndisókn eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen missti boltann. Aleksandar Trajkovski komst í álitlega stöðu á vinstri kantinum en skaut framhjá. Skömmu síðar átti Eljif Elmas skot sem Elías Rafn Ólafsson varði aftur fyrir. Á 7. mínútu náði Norður-Makedónía forystunni eftir eina af mörgum sóknum sínum fram vinstri kantinn. Alioski fékk stungusendingu frá Trajkovski vinstra megin í vítateignum. Talningin í íslensku vörninni klikkaði og Alioski var alltof frír. Færið var nokkuð þröngt en skot hans var frábært, fór í stöngina nær og inn. Heimamenn voru áfram með undirtökin, pressuðu vel og íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum, bæði í stutta spilinu og þá hélt Sveinn Aron Guðjohnsen boltanum afar illa þegar hann fékk langar sendingar fram eins og gegn Rúmeníu. Íslendingar fengu engin færi í fyrri hálfleik og varla hálf færi. Stole Dimitrievski, markvörður Norður-Makedóníumanna, þurfti að glíma við nokkrar fyrirgjafir en annað var það ekki. Norður-Makedóníumenn fengu hins vegar tvö góð færi til að skora. Á 26. mínútu varði Elías með fótunum frá Milan Ristovski úr ágætis færi. Og undir lok fyrri hálfleiks missti Elías skot Alioskis klaufalega frá sér, beint fyrir Darko Churlinov sem skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Dómurinn var kveðinn upp eftir skoðun á myndbandi en Churlinov var hársbreidd fyrir innan. Betri seinni hálfleikur Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað en á 54. mínútu skoraði Ísland úr sínu fyrsta færi í leiknum. Eftir langt innkast Stefáns Teits Þórðarsonar fékk Ísak boltann. Hann lyfti honum inn á vítateig Norður-Makedóníu, Brynjar Ingi Bjarnason skallaði boltann til hliðar þar sem Birkir og Jón Dagur voru báðir fríir. Sá síðarnefndi var á undan í boltann og skoraði sitt annað landsliðsmark. Markið gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi og fjórum mínútum síðar fékk Sveinn Aron ágætis færi en Stefan Ristovski, fyrirliði Norður-Makedóníu, komst fyrir skot hans. Á 65. mínútu komust Norður-Makedóníumenn aftur yfir. Eftir aukaspyrnu á vinstri kantinum barst boltinn á Alioski fyrir utan vítateiginn, hann átti skot í varnarmann, fékk boltann aftur og átti skot sem Elías varði. Boltinn féll fyrir fætur Elmas sem sýndi mikla yfirvegun, lék á Elías og skoraði. Erfitt verkefni varð svo nánast ómögulegt eftir að Ísak Bergmann var rekinn af velli á 79. mínútu. Hann fékk þá sitt annað gula spjald á ellefu mínútum. Íslendingar reyndi að sækja eftir þetta og Arnar Þór gerði tvær tvöfaldar skiptingar. Strax eftir seinni tvöföldu skiptinguna skoraði Elmas sitt annað mark og gulltryggði sigur Norður-Makedóníu. Hann fékk boltann frá Bojan Miovski vinstra megin í vítateignum, lék skemmtilega á Daníel Leó Grétarsson og skoraði með frábæru skoti í stöng og inn. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Norður-Makedóníumenn voru sáttir með stöðuna og Íslendingar höfðu hvorki mátt né mannskap til að koma sér aftur inn í leikinn. Lokatölur 3-1, Norður-Makedóníu í vil. HM 2022 í Katar
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. Ezgjan Alioski kom Norður-Makedóníumönnum yfir á 7. mínútu en Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði á 54. mínútu. Ellefu mínútum síðar kom Eljif Elmas Norður-Makedóníu aftur yfir og hann gulltryggði svo sigur liðsins þegar hann skoraði sitt annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Með sigrinum tryggði Norður-Makedónía sér 2. sætið í J-riðli undankeppninnar og þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar. Ísland endaði hins vegar í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins með níu stig. Einu sigrar íslenska liðsins í undankeppninni komu gegn Liechtenstein og átta af tólf mörkum þess komu gegn Liechtensteinum. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu á undanförnum mánuðum af ýmsum ástæðum og allt í einu er Ísland með yngsta landslið Evrópu. Framtíð þess getur orðið björt ef rétt verður haldið á spilunum en leiðin á toppinn gæti orðið löng og torfær. Norður-Makedónía var talsvert sterkari aðilinn í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Íslendingum gekk þá illa að halda boltanum og voru heppnir að vera ekki 2-0 undir í hálfleik. Besti kafli Íslendinga kom eftir mark Jóns Dags og fyrra mark Elmas kom aðeins gegn gangi leiksins. Róðurinn varð svo enn þyngri þegar Ísak Bergmann Jóhannesson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Elmas kláraði dæmið svo fyrir Norður-Makedóníu með laglegu marki sjö mínútum síðar. Erfið byrjun Arnar Þór Viðarsson skipti um bakverði frá markalausa jafnteflinu gegn Rúmeníu á fimmtudaginn. Birkir Már Sævarsson og Guðmundur Þórarinsson komu inn fyrir Alfons Sampsted og Ara Frey Skúlason. Annað var óbreytt. Norður-Makedóníumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti. Strax á 3. mínútu komust heimamenn í skyndisókn eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen missti boltann. Aleksandar Trajkovski komst í álitlega stöðu á vinstri kantinum en skaut framhjá. Skömmu síðar átti Eljif Elmas skot sem Elías Rafn Ólafsson varði aftur fyrir. Á 7. mínútu náði Norður-Makedónía forystunni eftir eina af mörgum sóknum sínum fram vinstri kantinn. Alioski fékk stungusendingu frá Trajkovski vinstra megin í vítateignum. Talningin í íslensku vörninni klikkaði og Alioski var alltof frír. Færið var nokkuð þröngt en skot hans var frábært, fór í stöngina nær og inn. Heimamenn voru áfram með undirtökin, pressuðu vel og íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum, bæði í stutta spilinu og þá hélt Sveinn Aron Guðjohnsen boltanum afar illa þegar hann fékk langar sendingar fram eins og gegn Rúmeníu. Íslendingar fengu engin færi í fyrri hálfleik og varla hálf færi. Stole Dimitrievski, markvörður Norður-Makedóníumanna, þurfti að glíma við nokkrar fyrirgjafir en annað var það ekki. Norður-Makedóníumenn fengu hins vegar tvö góð færi til að skora. Á 26. mínútu varði Elías með fótunum frá Milan Ristovski úr ágætis færi. Og undir lok fyrri hálfleiks missti Elías skot Alioskis klaufalega frá sér, beint fyrir Darko Churlinov sem skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Dómurinn var kveðinn upp eftir skoðun á myndbandi en Churlinov var hársbreidd fyrir innan. Betri seinni hálfleikur Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað en á 54. mínútu skoraði Ísland úr sínu fyrsta færi í leiknum. Eftir langt innkast Stefáns Teits Þórðarsonar fékk Ísak boltann. Hann lyfti honum inn á vítateig Norður-Makedóníu, Brynjar Ingi Bjarnason skallaði boltann til hliðar þar sem Birkir og Jón Dagur voru báðir fríir. Sá síðarnefndi var á undan í boltann og skoraði sitt annað landsliðsmark. Markið gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi og fjórum mínútum síðar fékk Sveinn Aron ágætis færi en Stefan Ristovski, fyrirliði Norður-Makedóníu, komst fyrir skot hans. Á 65. mínútu komust Norður-Makedóníumenn aftur yfir. Eftir aukaspyrnu á vinstri kantinum barst boltinn á Alioski fyrir utan vítateiginn, hann átti skot í varnarmann, fékk boltann aftur og átti skot sem Elías varði. Boltinn féll fyrir fætur Elmas sem sýndi mikla yfirvegun, lék á Elías og skoraði. Erfitt verkefni varð svo nánast ómögulegt eftir að Ísak Bergmann var rekinn af velli á 79. mínútu. Hann fékk þá sitt annað gula spjald á ellefu mínútum. Íslendingar reyndi að sækja eftir þetta og Arnar Þór gerði tvær tvöfaldar skiptingar. Strax eftir seinni tvöföldu skiptinguna skoraði Elmas sitt annað mark og gulltryggði sigur Norður-Makedóníu. Hann fékk boltann frá Bojan Miovski vinstra megin í vítateignum, lék skemmtilega á Daníel Leó Grétarsson og skoraði með frábæru skoti í stöng og inn. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Norður-Makedóníumenn voru sáttir með stöðuna og Íslendingar höfðu hvorki mátt né mannskap til að koma sér aftur inn í leikinn. Lokatölur 3-1, Norður-Makedóníu í vil.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti