Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA/Þór 26-28| KA/Þór fyrsta liðið til að vinna Val Andri Már Eggertsson skrifar 13. nóvember 2021 18:40 Íslandsmeistararnir höfðu betur gegn toppliði Vals Vísir/Hulda Margrét KA/Þór varð fyrsta liðið til að vinna Val í Olís deild kvenna. Þetta var toppslagur í deildinni sem stóðst allar væntingar. Góður endasprettur tryggði KA/Þór sigur 26-28. Síðustu þrír leikir KA/Þórs hafa verið fyrir norðan. Það virtist setja KA/Þór upp á tærnar að vera mættar á útivöll gegn toppliði deildarinnar. KA/Þór byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú mörk í röð í upphafi leiks. Staðan 2-5. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé skömmu síðar og las yfir sínum stelpum. Eldræða Ágústs kveikti neista í Val sem tók ekki langan tíma í að jafna leikinn. Jafnræði var með liðunum eftir að Valur jafnaði leikinn. KA/Þór átti frábæran endasprett 14-12 undir. Það gekk allt upp hjá gestunum sem skoruðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks. Matea Lonac, markmaður KA/Þórs, kórónaði gott áhlaup með að skora síðasta mark fyrri hálfleiks í autt mark Vals. Staðan í hálfleik 14-15. KA/Þór skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks. Hanna Karen Ólafsdóttir skoraði síðan loks fyrir Val eftir að gestirnir höfðu gert fjögur síðustu mörkin. Thea Imani skoraði tíu mörk í leiknumVísir/Hulda Margrét Valur komst tveimur mörkum yfir þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum, 22-20. Valur hélt áfram að spila góðan bolta en gestirnir frá Akureyri gáfu Val ekki tækifæri á að sigla langt fram úr sér. Staðan var 26-24 þegar sex mínútur voru til leiks loka en þá gekk allt upp hjá KA/Þór. Martha Hermannsdóttir sem endaði á að skora tíu mörk í leiknum skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum KA/Þórs af vítalínunni. Varnarleikur KA/Þórs var frábær og skoraði Valur ekki mark á síðustu sex mínútum leiksins. KA/Þór endaði á að vinna leikinn 26-28 og toppbaráttan í deildinni orðin æsispennandi. KA/Þór fagnaði vel í leiks lokVísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA/Þór Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en síðustu sex mínútur leiksins hafði KA/Þór öll völd á leiknum. Varnarleikur liðsins var þéttur og vel skipulagður. Sóknarlega gáfu þær allt í hverja einustu sókn sem endaði með að KA/Þór fékk þrjú vítaköst. Hverjar stóðu upp úr? Matea Lonac, markmaður KA/Þórs, átti góðan leik í markinu. Matea varði sextán skot í heildina og þar af tvö vítaskot. Matea skoraði eitt mark á mikilvægu augnabliki. Martha Hermannsdóttir var markahæst í KA/Þór með tíu mörk. Thea Imani Sturludóttir dró vagninn fyrir Val og endaði með tíu mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals hrundi undir lok leiks. Það gekk hreinlega ekkert upp. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar tæplega mínúta var eftir sem endaði með töpuðum bolta í sókn Vals og þá tapaðist leikurinn endanlega. Hvað gerist næst? Valur mætir Aftureldingu laugardaginn eftir viku. Leikurinn hefst klukkan 16:00 í Origo-höllinni. KA/Þór fer í TM-höllina og mætir Stjörnunni laugardaginn 4. desember klukkan 16:00. Ágúst: Vorum klaufar undir lok leiks Ágúst var svekktur með fyrsta tap liðsins í Olís deildinniVísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með fyrsta tap deildarinnar. „Mér fannst þetta hörkuleikur. Þetta var jafnt allan leikinn en við vorum klaufar á loka kaflanum,“ sagði Ágúst svekktur eftir leik. KA/Þór skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og var einu marki yfir í hálfleik 14-15. Ágústi fannst heldur dýrt að fá á sig tvö mörk í autt markið. Valur spilað vel í 55 mínútur en lokakafli liðsins var afar slæmur sem kostaði Val leikinn. „Verandi tveimur mörkum yfir, fórum við illa með tvö góð færi. Fengum á okkur tveggja mínútna brottvísun sem var dýrt. Þær gerðu fá mistök á meðan við fórum að kasta boltanum frá okkur.“ Ágúst sagði að léleg byrjun Vals ásamt því að klikka á tveimur vítum hafi verið of dýrt á móti eins góðu liði og KA/Þór. Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri
KA/Þór varð fyrsta liðið til að vinna Val í Olís deild kvenna. Þetta var toppslagur í deildinni sem stóðst allar væntingar. Góður endasprettur tryggði KA/Þór sigur 26-28. Síðustu þrír leikir KA/Þórs hafa verið fyrir norðan. Það virtist setja KA/Þór upp á tærnar að vera mættar á útivöll gegn toppliði deildarinnar. KA/Þór byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú mörk í röð í upphafi leiks. Staðan 2-5. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé skömmu síðar og las yfir sínum stelpum. Eldræða Ágústs kveikti neista í Val sem tók ekki langan tíma í að jafna leikinn. Jafnræði var með liðunum eftir að Valur jafnaði leikinn. KA/Þór átti frábæran endasprett 14-12 undir. Það gekk allt upp hjá gestunum sem skoruðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks. Matea Lonac, markmaður KA/Þórs, kórónaði gott áhlaup með að skora síðasta mark fyrri hálfleiks í autt mark Vals. Staðan í hálfleik 14-15. KA/Þór skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks. Hanna Karen Ólafsdóttir skoraði síðan loks fyrir Val eftir að gestirnir höfðu gert fjögur síðustu mörkin. Thea Imani skoraði tíu mörk í leiknumVísir/Hulda Margrét Valur komst tveimur mörkum yfir þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum, 22-20. Valur hélt áfram að spila góðan bolta en gestirnir frá Akureyri gáfu Val ekki tækifæri á að sigla langt fram úr sér. Staðan var 26-24 þegar sex mínútur voru til leiks loka en þá gekk allt upp hjá KA/Þór. Martha Hermannsdóttir sem endaði á að skora tíu mörk í leiknum skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum KA/Þórs af vítalínunni. Varnarleikur KA/Þórs var frábær og skoraði Valur ekki mark á síðustu sex mínútum leiksins. KA/Þór endaði á að vinna leikinn 26-28 og toppbaráttan í deildinni orðin æsispennandi. KA/Þór fagnaði vel í leiks lokVísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA/Þór Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en síðustu sex mínútur leiksins hafði KA/Þór öll völd á leiknum. Varnarleikur liðsins var þéttur og vel skipulagður. Sóknarlega gáfu þær allt í hverja einustu sókn sem endaði með að KA/Þór fékk þrjú vítaköst. Hverjar stóðu upp úr? Matea Lonac, markmaður KA/Þórs, átti góðan leik í markinu. Matea varði sextán skot í heildina og þar af tvö vítaskot. Matea skoraði eitt mark á mikilvægu augnabliki. Martha Hermannsdóttir var markahæst í KA/Þór með tíu mörk. Thea Imani Sturludóttir dró vagninn fyrir Val og endaði með tíu mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals hrundi undir lok leiks. Það gekk hreinlega ekkert upp. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar tæplega mínúta var eftir sem endaði með töpuðum bolta í sókn Vals og þá tapaðist leikurinn endanlega. Hvað gerist næst? Valur mætir Aftureldingu laugardaginn eftir viku. Leikurinn hefst klukkan 16:00 í Origo-höllinni. KA/Þór fer í TM-höllina og mætir Stjörnunni laugardaginn 4. desember klukkan 16:00. Ágúst: Vorum klaufar undir lok leiks Ágúst var svekktur með fyrsta tap liðsins í Olís deildinniVísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með fyrsta tap deildarinnar. „Mér fannst þetta hörkuleikur. Þetta var jafnt allan leikinn en við vorum klaufar á loka kaflanum,“ sagði Ágúst svekktur eftir leik. KA/Þór skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og var einu marki yfir í hálfleik 14-15. Ágústi fannst heldur dýrt að fá á sig tvö mörk í autt markið. Valur spilað vel í 55 mínútur en lokakafli liðsins var afar slæmur sem kostaði Val leikinn. „Verandi tveimur mörkum yfir, fórum við illa með tvö góð færi. Fengum á okkur tveggja mínútna brottvísun sem var dýrt. Þær gerðu fá mistök á meðan við fórum að kasta boltanum frá okkur.“ Ágúst sagði að léleg byrjun Vals ásamt því að klikka á tveimur vítum hafi verið of dýrt á móti eins góðu liði og KA/Þór.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti