Fleiri hjúkrunarfræðingar, fleiri rúm Kristján Ingimarsson skrifar 14. nóvember 2021 07:03 Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Samkvæmt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum vantar um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og skortur á hjúkrunarfræðingum veldur því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarrýmum.Árið 2009 voru 900 legurými á landspítalanum en nú eru þau rúmlega 600. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og þörfin fyrir fleiri rúm hefur aukist. Nú er verið að byggja við Landspítalann og gert er ráð fyrir því að þegar búið er að taka viðbygginginguna í notkun verði spítalinn með færri legurými en eru í dag.Hvernig það á að verða til bóta er erfitt að sjá. Þessi skortur á legurýmum kemur illa niður á bráðamóttökunni þar sem fólk er að kikna undan álagi og deildin situr uppi með sjúklnga sem ættu að vera annarsstaðar. Þegar búið er að greina fólk á bráðamóttökunni þá þarf það að komast eitthvað annað, mögulega heim til sín eða leggjast inn á viðeigandi deild þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu. Bráðamóttakan hefur 36 pláss og oft á tíðum er hún full af sjúklingum sem ættu að vera á viðeigandi legudeild en ekki bráðamóttöku. Staðan er oft þannig að kannski 1 – 2 rúm eru laus á bráðamóttökunni í upphafi dags en um 80 manns koma á bráðamóttökuna á degi hverjum. Plássleysið er þannig að starfsfólk getur varla snúið sér við án þess að reka sig í sjúkling afleiðingin er sú að mikill þrýstingur á að útskrifa fólk til þess að losa um pláss. Þetta býr til aukið álag, aukna hættu á mistökum og aukið óöryggi til viðbótar við það sem nú þegar er til staðar. Til þess að hægt sé að fjölga legurýmum þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum. Það er hægt að gera með því að semja við þá um betri laun og gera ráðstafanir til að útskrifa fleiri húkrunarfræðinga. Í stað þess að hafa takmarkanir og kvóta inn í hjúkrunarmenntun þarf að auðvelda aðgengi að hjúkrunarmenntun. Þegar það liggur svona ljóst fyrir og oft hefur verið bent á að það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum, þá leitar sú spurning á fólk: Af hverju er það ekki gert? Fjölgum hjúkrunarfræðingum. Höfundur er fiskeldisfræðingur og situr í heimastjórn Djúpavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Samkvæmt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum vantar um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og skortur á hjúkrunarfræðingum veldur því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarrýmum.Árið 2009 voru 900 legurými á landspítalanum en nú eru þau rúmlega 600. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og þörfin fyrir fleiri rúm hefur aukist. Nú er verið að byggja við Landspítalann og gert er ráð fyrir því að þegar búið er að taka viðbygginginguna í notkun verði spítalinn með færri legurými en eru í dag.Hvernig það á að verða til bóta er erfitt að sjá. Þessi skortur á legurýmum kemur illa niður á bráðamóttökunni þar sem fólk er að kikna undan álagi og deildin situr uppi með sjúklnga sem ættu að vera annarsstaðar. Þegar búið er að greina fólk á bráðamóttökunni þá þarf það að komast eitthvað annað, mögulega heim til sín eða leggjast inn á viðeigandi deild þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu. Bráðamóttakan hefur 36 pláss og oft á tíðum er hún full af sjúklingum sem ættu að vera á viðeigandi legudeild en ekki bráðamóttöku. Staðan er oft þannig að kannski 1 – 2 rúm eru laus á bráðamóttökunni í upphafi dags en um 80 manns koma á bráðamóttökuna á degi hverjum. Plássleysið er þannig að starfsfólk getur varla snúið sér við án þess að reka sig í sjúkling afleiðingin er sú að mikill þrýstingur á að útskrifa fólk til þess að losa um pláss. Þetta býr til aukið álag, aukna hættu á mistökum og aukið óöryggi til viðbótar við það sem nú þegar er til staðar. Til þess að hægt sé að fjölga legurýmum þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum. Það er hægt að gera með því að semja við þá um betri laun og gera ráðstafanir til að útskrifa fleiri húkrunarfræðinga. Í stað þess að hafa takmarkanir og kvóta inn í hjúkrunarmenntun þarf að auðvelda aðgengi að hjúkrunarmenntun. Þegar það liggur svona ljóst fyrir og oft hefur verið bent á að það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum, þá leitar sú spurning á fólk: Af hverju er það ekki gert? Fjölgum hjúkrunarfræðingum. Höfundur er fiskeldisfræðingur og situr í heimastjórn Djúpavogs.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar