„Orð geta ekki lýst því hversu stolt ég er að því að vera Miss World Iceland 2021,“ segir Hugrún Birta í nýrri færslu á Instagram.
Linda Pé, fyrrum Miss World, er eigandi keppninnar hér á landi. Hún auglýsti 22. október eftir umsóknum frá stúlkum sem höfðu áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í ár. Engin undankeppni var haldin í ár en stúlkur frá aldrinum 16 til 28 gátu sótt um.
„Hún þarf að vera í góðu formi andlega og líkamlega því hún mun fara út í þriðju eða fjórðu vikunni í nóvember“ sagði Linda meðal annars í auglýsingunni. Í gær var svo tilkynnt um valið.
Miss World 2021 fer fram í sjötugasta skipti þann 16. desember næstkomandi í Puerto Rico. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband um Hugrúnu Birtu.
Hugrún Birta var í öðru sæti í Miss Universe Iceland keppninni árið 2019 og var þar valin Miss Supranational Iceland og keppti í fegðurðarsamkeppninni Miss Supranational í Póllandi sama ár. Þar vann hún titilinn Miss Supra Nova Model of Europe.
Hún er því með reynslu af því að keppa í fegurðarsamkeppnum á erlendri grundu. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Hugrúnu í fyrri keppnum.
Hugrún Birta talaði opinskátt um einelti og fátækt í æsku þegar hún keppti í Miss Unverse Iceland. Vala Matt heimsótti hana fyrir Ísland í dag og má horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan.