Búin að bíða í ofvæni eftir þriðju sprautunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 20:01 Björn Ófeigsson, Margrét Pála Ólafsdóttir og Jóna Ósk Guðjónsdóttir mættu öll í örvunarsprautu í Laugardalshöll í morgun. Samsett/Stöð 2 Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum en sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við bólusetningarátakið. Engan bilbug var að finna á þeim sem fengu þriðja skammtinn í Höllinni í dag. 152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05
Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06
Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20