„Lítil kasjúhneta á leiðinni til okkar í maí. Við Stefán Darri erum að springa úr gleði! (....og ógleði),“ skrifar Eva Dögg við fallegt myndbandið en hamingjuóskum rignir yfir parið í athugasemdum.
Á myndbandinu má sjá Evu fá niðurstöður á óléttuprófi og í kjölfarið sýna Stefáni jákvætt prófið. Þá má einnig sjá þegar þau flytja vinum og fjölskyldu tíðindin við mikla gleði.
Eva Dögg er annar eigandi vellíðunarfyrirtækisins Rvk Ritual en Vísir sagði einmitt frá því þegar fyrirtækið opnaði nýtt rými á dögunum.
Sjá: Tísku- og jógagyðjur landsins geisluðu í opnunarpartý
Stefán Darri er Framari í húð og hár. Hann hefur þó einnig leikið með Stjörnunni og spænska liðinu Alcobendas en sneri aftur til uppeldisfélagsins árið 2019.
Parið hefur verið saman í þrjú ár og er þetta þeirra fyrsta barn saman, en Eva á tvö börn fyrir.