Lífið

Eva Dögg til­kynnti ó­léttuna með fal­legu mynd­bandi

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Parið Eva Dögg Rúnarsdóttir og Stefán Darri Þórsson eiga von á barni í maí.
Parið Eva Dögg Rúnarsdóttir og Stefán Darri Þórsson eiga von á barni í maí. Instagram/Eva Dögg Rúnarsdóttir

Jógagyðjan og hönnuðurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir á von á barni með kærasta sínum, handboltamanninum, Stefáni Darra Þórssyni. Eva deildi tíðindunum með hjartnæmu myndbandi á Instagram-síðu sinni.

„Lítil kasjúhneta á leiðinni til okkar í maí. Við Stefán Darri erum að springa úr gleði! (....og ógleði),“ skrifar Eva Dögg við fallegt myndbandið en hamingjuóskum rignir yfir parið í athugasemdum.

Á myndbandinu má sjá Evu fá niðurstöður á óléttuprófi og í kjölfarið sýna Stefáni jákvætt prófið. Þá má einnig sjá þegar þau flytja vinum og fjölskyldu tíðindin við mikla gleði.

Eva Dögg er annar eigandi vellíðunarfyrirtækisins Rvk Ritual en Vísir sagði einmitt frá því þegar fyrirtækið opnaði nýtt rými á dögunum.

Sjá: Tísku- og jógagyðjur landsins geisluðu í opnunarpartý

Stefán Darri er Framari í húð og hár. Hann hefur þó einnig leikið með Stjörnunni og spænska liðinu Alcobendas en sneri aftur til uppeldisfélagsins árið 2019.

Parið hefur verið saman í þrjú ár og er þetta þeirra fyrsta barn saman, en Eva á tvö börn fyrir.


Tengdar fréttir

Rúmfræði: Heimagerð sleipiefni og losti í flösku

Eva Dögg Rúnarsdóttir er fatahönnuður að mennt, jógakennari og að eigin sögn mikill heilsukuklari. Ilmir, jurtir, plöntur og kjarnaolíur eiga hug hennar allan og segist hún nota "aroma therapy“ mikið í sínu starfi þar sem hún framleiðir sín eigin krem, ilmi, sprey og fleiri blöndur. Makamál hittu Evu á fallegu heimili hennar í Vesturbænum og fengu að heyra meira um hvað hún er að bralla þessa dagana.

Hjálpa konum að gera allt þetta daglega meira „djúsí“

„Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×