Með ólæknandi krabbamein en einstakt viðhorf Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2021 11:31 Hjörleifur og Anna eru með eindæmum jákvæð í gegnum erfiðasta verkefni lífsins. Það er mikil jákvæðni og gleði sem umkringir Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur og fjölskyldu hennar, þrátt fyrir að þau standi frammi fyrir einni stærstu áskorun sem fyrir finnst. Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Textaverkaæði í poppinu Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Textaverkaæði í poppinu Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira