Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 13:01 Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Vísir/Vilhelm Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir um sjálfstætt starfandi leikskóla að ræða sem þurfi að fara eftir viðmiðun Reykjavíkurborgar í starfi sínu. Ef miklir vankantar séu á því sé hægt að rjúfa samninga við stofnanir. „Þetta er alvarlegt mál og það bera að skoða ofan í kjölinn. Það skiptir miklu máli að þær athugasemdir sem gerðar eru birtist í gögnum. Það sem við erum að gera núna er að fá svör og skýringar áður en ákvörðun um framhaldið er tekin,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort að grunsemdir hafi vaknað í úttektinni um að fleiri börn hafi sætt kynferðisofbeldi skólanum svarar Helgi: „Nei. Við höfum engar upplýsingar um það.“ Hann segir að viðtöl við aðstandendur skólans standi nú yfir. „Við áttum fund með aðstandendum skólans í gær og höldum þeim áfram í dag þar sem við leggjum fram ýmsar spurningar sem við viljum fá svör við varðandi reksturinn. Og gerum svo skýrslu um málið sem við búumst við að verði tilbúin í næstu viku,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort margir foreldrar barna í skólanum hafi beðið um flutning fyrir börn sín svarar Helgi. „Það hafa einhverjar slíkar beiðnir borist en ég hef ekki yfirlit yfir fjölda þeirra.“ Helgi segir að málið í heild sýni mikilvægi þess að borgin hafi skýra samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um viðmið í starfi með börnum og starfsfólki. „ Við erum t.d. að skoða hvort ástæða sé til að gera þær kröfur til sjálfstætt starfandi skóla að leikskólastjórar séu ávallt í fullu starfi eins og hjá leikskólum á vegum borgarinnar. Þá er verið að kanna hvort borgin setji inn í samninga að þurfi að koma yfirlýsing frá stéttarfélögum um að laun og aðbúnaður starfsmanna í sjálfstætt starfandi leikskólum sé í samræmi við kjarasamninga. Við ætlum að rýna mjög vel viðmið okkar gagnvart þeim sjálfstæðu skólum sem eru til staðar,“ segir Helgi að lokum. Starfsemi Sælukots Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Bent var á að starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna hafi oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir um sjálfstætt starfandi leikskóla að ræða sem þurfi að fara eftir viðmiðun Reykjavíkurborgar í starfi sínu. Ef miklir vankantar séu á því sé hægt að rjúfa samninga við stofnanir. „Þetta er alvarlegt mál og það bera að skoða ofan í kjölinn. Það skiptir miklu máli að þær athugasemdir sem gerðar eru birtist í gögnum. Það sem við erum að gera núna er að fá svör og skýringar áður en ákvörðun um framhaldið er tekin,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort að grunsemdir hafi vaknað í úttektinni um að fleiri börn hafi sætt kynferðisofbeldi skólanum svarar Helgi: „Nei. Við höfum engar upplýsingar um það.“ Hann segir að viðtöl við aðstandendur skólans standi nú yfir. „Við áttum fund með aðstandendum skólans í gær og höldum þeim áfram í dag þar sem við leggjum fram ýmsar spurningar sem við viljum fá svör við varðandi reksturinn. Og gerum svo skýrslu um málið sem við búumst við að verði tilbúin í næstu viku,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort margir foreldrar barna í skólanum hafi beðið um flutning fyrir börn sín svarar Helgi. „Það hafa einhverjar slíkar beiðnir borist en ég hef ekki yfirlit yfir fjölda þeirra.“ Helgi segir að málið í heild sýni mikilvægi þess að borgin hafi skýra samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um viðmið í starfi með börnum og starfsfólki. „ Við erum t.d. að skoða hvort ástæða sé til að gera þær kröfur til sjálfstætt starfandi skóla að leikskólastjórar séu ávallt í fullu starfi eins og hjá leikskólum á vegum borgarinnar. Þá er verið að kanna hvort borgin setji inn í samninga að þurfi að koma yfirlýsing frá stéttarfélögum um að laun og aðbúnaður starfsmanna í sjálfstætt starfandi leikskólum sé í samræmi við kjarasamninga. Við ætlum að rýna mjög vel viðmið okkar gagnvart þeim sjálfstæðu skólum sem eru til staðar,“ segir Helgi að lokum.
Starfsemi Sælukots Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. 15. nóvember 2021 19:08
Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06