Nýtt hestakyn á Íslandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2021 20:10 Kristinn Guðnason segist aldrei hafa kynnst hestum áður, sem hafa ræktað sig sjálfir í tugi ára. Það kemur honum skemmtilega á óvart hvað hestarnir líta vel út og eru gæfir eftir allan þennan tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestamenn klóra sér nú í höfðinu vegna hesta, sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Landbrot í Skaftárhreppi í sextíu ár. Hestarnir hafa aldrei komið inn í hesthús, hófarnir hafa aldrei verið klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf. Hestarnir eru þó ótrúlega vel á sig komnir en allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi. Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira