Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:58 Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild Landspítala sögðu upp í dag vegna álags. Vísir/Vilhelm Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina. „Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“ Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. „Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina. „Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“ Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. „Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira