Hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 19:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til. Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira