Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2021 22:01 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig tungljeppinn gæti litið út. Northrop Grumman Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Auk Northrop Grumman eru AVL, Intuitive Machines, Lunar Outpost og Michelin í hópnum. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir Steve Krein, aðstoðarforstjóri NG, að fyrirtækin muni útvega Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) lipra og hagkvæma hönnun sem muni gera stofnuninni mun auðveldara að kanna yfirborð tunglsins. Vinna fyrirtækjanna á bæði að snúa að tungljeppa og vélmennum sem eigi að nota til að kanna tunglið og á endanum mars. NASA sendi í haust út boð til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa. Sjá einnig: NASA leitar hugmynda um tungljeppa Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimjeppinn sem NG segist vera að vinna að á að vera opinn, eins og segir hér að ofan. Samkvæmt frétt Space.com stefnir NASA þó á að senda einnig þrýstijafnað faratæki til tunglsins sem geimfarar geta notað án geimbúninga og jafnvel búið í ef þörf er á. Unnið er að þróun þessa farartækis í samvinnu við Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Toyota. Hér má sjá myndband frá Northrop Grumman þar sem farið er nánar út í þróun tungljeppans og annað sem hópurinn vinnur að. Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33 Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Auk Northrop Grumman eru AVL, Intuitive Machines, Lunar Outpost og Michelin í hópnum. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir Steve Krein, aðstoðarforstjóri NG, að fyrirtækin muni útvega Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) lipra og hagkvæma hönnun sem muni gera stofnuninni mun auðveldara að kanna yfirborð tunglsins. Vinna fyrirtækjanna á bæði að snúa að tungljeppa og vélmennum sem eigi að nota til að kanna tunglið og á endanum mars. NASA sendi í haust út boð til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa. Sjá einnig: NASA leitar hugmynda um tungljeppa Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimjeppinn sem NG segist vera að vinna að á að vera opinn, eins og segir hér að ofan. Samkvæmt frétt Space.com stefnir NASA þó á að senda einnig þrýstijafnað faratæki til tunglsins sem geimfarar geta notað án geimbúninga og jafnvel búið í ef þörf er á. Unnið er að þróun þessa farartækis í samvinnu við Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Toyota. Hér má sjá myndband frá Northrop Grumman þar sem farið er nánar út í þróun tungljeppans og annað sem hópurinn vinnur að.
Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33 Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39
Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33
Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15