Myrtu ekki Malcolm X: Menn sem sátu í fangelsi í áratugi hreinsaðir af sök Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2021 22:09 Muhammad Aziz og Khalil Islam árið 1966. AP Tveir menn sem dæmdir voru árið 1966 fyrir að myrða Malcolm X verða hreinsaðir af sök á morgun. Muhammad A. Aziz, sem nú er 83 ára gamall, var sleppt úr fangelsi árið 1985 en Khalil Islam var sleppt tveimur árum seina en dó árið 2009. Eftir 22 mánaða rannsókn saksóknarar og lögmanna í New York hefur komið í ljós að lögreglan í New York og Alríkislögregla Bandaríkjanna sat á upplýsingum sem hefðu líklega leitt til þess að mennirnir hefðu verið sýknaðir. Malcolm X var einn af helstu leiðtogum þeldökkra Bandaríkjamanna í réttindabaráttu þeirra á síðustu öld og var skotinn til bana í New York árið 1965. Þá hófu þrír menn skothríð í Audubon veislusalnum á Manhattan þegar Malcolm X var að fara að halda ræðu. Hann var 39 ára gamall. Malcolm X hafði orðið mjög frægur sem talsmaður samtakanna Nation of Islam, sem voru samtök svartra múslima. Í þeirri stöðu hvatti hann þeldökka Bandaríkjamenn til að beita öllum leiðum til að ná fram réttindum þeirra og kallaði hvítt fólk „bláeygða djöfla“. Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var myrtur.AP Um ári áður en hann var myrtur yfirgaf Malcolm X samtökin og breytti verulega um tón. Hann kallaði eftir samheldni og í kjölfarið álitu margir innan Nation Islam hann sem svikara. Þeir Aziz og Islam hétu á þessum tíma Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson. New York Times segir málið gegn þeim hafa verið gagnrýnisvert frá upphafi og á síðustu áratugum hafi ítrekað vaknað spurningar um sekt þeirra. Mujahid Abdul Halim, sem gekk einnig undir nafninu Thomas Hagan, var einnig dæmdur fyrir morðið á Malcolm X. Halim var sleppt á reynslulausn árið 2010. Héldu ávallt fram sakleysi AP fréttaveitan segir Aziz og Islam ávallt hafa haldið fram sakleysi sínu og að engin sönnunargögn hafi tengt þá beint við morðið. Þess í stað byggði málflutningurinn að mestu á vitnum sem sögðust annað hvort hafa séð Azis, Islam eða þá báða. Saksóknarar sögðu Islam, sem var áður bílstjóri Malcolm X, hafa verið með haglabyssu og Aziz og Halim hefðu fylgt honum eftir með skammbyssur. Halim var særður í salnum og handtekinn. Aziz var handtekinn fimm dögum seinna og Islam fimm dögum eftir það. Innan við viku síðar voru þeir þrír ákærðir fyrir morð. Halim játaði að hafa verið einn árásarmannanna en sagði við vitnaleiðslur að þeir Aziz og Islam væru saklausir. Hann bendlaði meira að segja aðra við morðið en engir voru handteknir eða yfirheyrðir. Saksóknarar fóru að skoða málið aftur samhliða birtingu nýrrar heimildarmyndar sem vakti athygli á máli mannanna á nýjan leik. NYT segir að í niðurstöðum rannsóknarinnar komi ekki fram hverjir séu taldir hafa myrt Malcolm X. Þá eru þeir sem hafa áður verið bendlaðir við málið dánir. Mörg vitni, rannsóknarlögreglumenn og lögmenn sem að málinu komu eru einnig dánir og þar að auki höfðu sönnunargögn tapast í gegnum árin og þar á meðal morðvopnin. Þrátt fyrir það fundust gögn í söfnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bendluðu aðra menn við morð Malcolm X og voru Islam og Aziz í hag. Þar að auki kom í ljós að saksóknarar sögðu ekki frá því að leynilögregluþjónar hefðu verið í veislusalnum þetta kvöld og blaðamaður New York Daily News hafði fengið símtal um morguninn, þar sem honum var sagt að Malcolm X yrði myrtur. Lögreglan vissi af því símtali. Þá var rætt við vitni sem studdi frásögn Aziz um að hann hefði verið heima hjá sér þegar Malcolm X var myrtur. Vitnið sem mun heita J.M. var að vinna í mosku sem Aziz sótti og tók við símtali frá honum umrætt kvöld. Skömmu seinna hringdi vitnið svo heim til Aziz og svaraði hann símanum. Cyrus R. Vance Jr., saksóknari, segir í viðtali við NYT að réttarkerfið hafi brugðist þeim Aziz og Islam og fjölskyldum þeirra. Ekki væri hægt að bæta þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir en það sem hægt væri að gera yrði gert. Bandaríkin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Eftir 22 mánaða rannsókn saksóknarar og lögmanna í New York hefur komið í ljós að lögreglan í New York og Alríkislögregla Bandaríkjanna sat á upplýsingum sem hefðu líklega leitt til þess að mennirnir hefðu verið sýknaðir. Malcolm X var einn af helstu leiðtogum þeldökkra Bandaríkjamanna í réttindabaráttu þeirra á síðustu öld og var skotinn til bana í New York árið 1965. Þá hófu þrír menn skothríð í Audubon veislusalnum á Manhattan þegar Malcolm X var að fara að halda ræðu. Hann var 39 ára gamall. Malcolm X hafði orðið mjög frægur sem talsmaður samtakanna Nation of Islam, sem voru samtök svartra múslima. Í þeirri stöðu hvatti hann þeldökka Bandaríkjamenn til að beita öllum leiðum til að ná fram réttindum þeirra og kallaði hvítt fólk „bláeygða djöfla“. Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var myrtur.AP Um ári áður en hann var myrtur yfirgaf Malcolm X samtökin og breytti verulega um tón. Hann kallaði eftir samheldni og í kjölfarið álitu margir innan Nation Islam hann sem svikara. Þeir Aziz og Islam hétu á þessum tíma Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson. New York Times segir málið gegn þeim hafa verið gagnrýnisvert frá upphafi og á síðustu áratugum hafi ítrekað vaknað spurningar um sekt þeirra. Mujahid Abdul Halim, sem gekk einnig undir nafninu Thomas Hagan, var einnig dæmdur fyrir morðið á Malcolm X. Halim var sleppt á reynslulausn árið 2010. Héldu ávallt fram sakleysi AP fréttaveitan segir Aziz og Islam ávallt hafa haldið fram sakleysi sínu og að engin sönnunargögn hafi tengt þá beint við morðið. Þess í stað byggði málflutningurinn að mestu á vitnum sem sögðust annað hvort hafa séð Azis, Islam eða þá báða. Saksóknarar sögðu Islam, sem var áður bílstjóri Malcolm X, hafa verið með haglabyssu og Aziz og Halim hefðu fylgt honum eftir með skammbyssur. Halim var særður í salnum og handtekinn. Aziz var handtekinn fimm dögum seinna og Islam fimm dögum eftir það. Innan við viku síðar voru þeir þrír ákærðir fyrir morð. Halim játaði að hafa verið einn árásarmannanna en sagði við vitnaleiðslur að þeir Aziz og Islam væru saklausir. Hann bendlaði meira að segja aðra við morðið en engir voru handteknir eða yfirheyrðir. Saksóknarar fóru að skoða málið aftur samhliða birtingu nýrrar heimildarmyndar sem vakti athygli á máli mannanna á nýjan leik. NYT segir að í niðurstöðum rannsóknarinnar komi ekki fram hverjir séu taldir hafa myrt Malcolm X. Þá eru þeir sem hafa áður verið bendlaðir við málið dánir. Mörg vitni, rannsóknarlögreglumenn og lögmenn sem að málinu komu eru einnig dánir og þar að auki höfðu sönnunargögn tapast í gegnum árin og þar á meðal morðvopnin. Þrátt fyrir það fundust gögn í söfnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bendluðu aðra menn við morð Malcolm X og voru Islam og Aziz í hag. Þar að auki kom í ljós að saksóknarar sögðu ekki frá því að leynilögregluþjónar hefðu verið í veislusalnum þetta kvöld og blaðamaður New York Daily News hafði fengið símtal um morguninn, þar sem honum var sagt að Malcolm X yrði myrtur. Lögreglan vissi af því símtali. Þá var rætt við vitni sem studdi frásögn Aziz um að hann hefði verið heima hjá sér þegar Malcolm X var myrtur. Vitnið sem mun heita J.M. var að vinna í mosku sem Aziz sótti og tók við símtali frá honum umrætt kvöld. Skömmu seinna hringdi vitnið svo heim til Aziz og svaraði hann símanum. Cyrus R. Vance Jr., saksóknari, segir í viðtali við NYT að réttarkerfið hafi brugðist þeim Aziz og Islam og fjölskyldum þeirra. Ekki væri hægt að bæta þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir en það sem hægt væri að gera yrði gert.
Bandaríkin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira