Gerum enn betur fyrir börnin í Breiðholti Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 11:00 Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar. Eitt hverfi hefur skorið sig úr þeirri nýtingu og það er hverfið mitt, Breiðholt. Í Breiðholti nýttu 40 prósent barna ekki þennan styrk árið 2019 sem þýðir að heimili barnanna ráðstöfuðu honum aldrei. Styrkurinn er nú 50.000 krónur á ári. Hvert þriggja barna heimili munar mikið um 150.000 króna styrk á ári til að greiða á móti útlögðum kostnaði við skipulagt tómstundastarf, en hvað á að gera þegar fólk nýtir ekki styrkinn? Fjármagni haldið innan hverfis Til að vinna í aukinni þátttöku barna og fjölskyldna þeirra hefur verið farið af stað með þriggja ára tilraunaverkefni sem heitir Frístundir í Breiðholti. Verkefnið gengur út á að hækka frístundakortið um 30 þúsund krónur fyrir krakka í fyrsta og öðrum bekk. Krökkunum er gert auðveldara að prófa að færa sig á milli íþrótta- og frístundastarfs án aukagjalds. Markviss kynning á íþrótta- og frístundastarfi er sameiginlegt verkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, grunnskólanna og íþrótta- og frístundaaðila í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum uppruna, með það fyrir augum að ná til sem flestra, sérstaklega þeirra sem eru ekki virk í frístundastarfi. Nýtt starf frístundartengils varð að veruleika í febrúar á þessu ári og er hann í nánu samstarfi við skólastjóra, kennara og aðra tengiliði innan nærsamfélagsins. Hann tekur við ábendingum um krakka sem þurfa stuðning og hjálp til þátttöku. Á vormánuðum fundu 69 krakkar sig í frístundarstarfi sem ekki höfðu tekið verið þátttakendur áður í frístundarstarfi með hans aðstoðar. Í haust komu ábendingar um 112 börn og ungmenni sem verið er að vinna með núna. Ég og fleiri bentum á það hversu óheppilegt það væri að fjármagn, eyrnamerkt frístundaiðkun barna, rynni vannýtt úr hverfinu, eins og staðan var í Breiðholti. Það væri því æskilegt að þessu vannýtta fjármagni væri safnað saman í sjóð sem héldist innan hverfisins. Þess vegna var það sérlega ánægjulegt að settur var á laggirnar styrktarsjóður til að styðja við verkefnið en sjóðnum er er ætlað að koma til móts við auka kostnað sem hlýst af þátttöku í viðburðum, kaup og leigu á búnaði og umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Það má því þakka borgarstjóra sérstaklega fyrir að hafa stutt þetta tilraunaverkefni, veitt sjóðnum brautargengi auk þess að standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður Mjódd, sem er efni í sérgrein. Þannig hefur fjármagnið, sem fór árlega úr hverfinu í gegnum vannýtt frístundakort, fengið nýjan tilgang og nýst til góðra hluta innan hverfis. Við getum verið stolt af því. Sendiherrar og brúarsmiðir Það er áskorun að ná til breiðs hóps fólks af erlendum uppruna sem býr í Breiðholtinu en fjölbreyttur félagsauður er einn helsti styrkur hverfisins. Þannig fæddist sendiherraverkefnið, sem Þjónustumiðstöðin í hverfinu heldur utan um. Það verkefni styður við Frístundir í Breiðholti og er meðal annars til að skapa vettvang og umgjörð fyrir samstarf við íbúa af erlendum uppruna innan hverfisins, efla aðgang þeirra að upplýsingum og þar með þjónustu og samfélagsþróun innan borgarinnar. Sendiherrarnir eru fulltrúar síns heimalands og eru brúarsmiðir milli sinna samlanda og þjónustu borgarinnar. Frábært verkefni sem ég bind miklar vonir við að stuðli að aukinni virkni og þátttöku falins félagsauðs. Samlagast, ekki aðlagast Þátttaka barna af erlendum uppruna í frístundastarfi er góð leið til að þau samlagist samfélaginu. Þau verða hluti af okkur og við hluti af þeim. Öll saman. Þátttakan styrkir þau við íslenska málnotkun og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka af ólíkum uppruna. Með þátttöku í frístundum verða börnin hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel í. Börn okkar allra skipta mig máli. Það þarf að gera enn betur. Ég vil gera meira og þessi sýn sem unnið er með er vísir að því að við séum á réttri leið til að tryggja að ekkert barn verði skilið eftir. Hvert barn skiptir máli. Áfram Breiðholt! Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar. Eitt hverfi hefur skorið sig úr þeirri nýtingu og það er hverfið mitt, Breiðholt. Í Breiðholti nýttu 40 prósent barna ekki þennan styrk árið 2019 sem þýðir að heimili barnanna ráðstöfuðu honum aldrei. Styrkurinn er nú 50.000 krónur á ári. Hvert þriggja barna heimili munar mikið um 150.000 króna styrk á ári til að greiða á móti útlögðum kostnaði við skipulagt tómstundastarf, en hvað á að gera þegar fólk nýtir ekki styrkinn? Fjármagni haldið innan hverfis Til að vinna í aukinni þátttöku barna og fjölskyldna þeirra hefur verið farið af stað með þriggja ára tilraunaverkefni sem heitir Frístundir í Breiðholti. Verkefnið gengur út á að hækka frístundakortið um 30 þúsund krónur fyrir krakka í fyrsta og öðrum bekk. Krökkunum er gert auðveldara að prófa að færa sig á milli íþrótta- og frístundastarfs án aukagjalds. Markviss kynning á íþrótta- og frístundastarfi er sameiginlegt verkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, grunnskólanna og íþrótta- og frístundaaðila í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum uppruna, með það fyrir augum að ná til sem flestra, sérstaklega þeirra sem eru ekki virk í frístundastarfi. Nýtt starf frístundartengils varð að veruleika í febrúar á þessu ári og er hann í nánu samstarfi við skólastjóra, kennara og aðra tengiliði innan nærsamfélagsins. Hann tekur við ábendingum um krakka sem þurfa stuðning og hjálp til þátttöku. Á vormánuðum fundu 69 krakkar sig í frístundarstarfi sem ekki höfðu tekið verið þátttakendur áður í frístundarstarfi með hans aðstoðar. Í haust komu ábendingar um 112 börn og ungmenni sem verið er að vinna með núna. Ég og fleiri bentum á það hversu óheppilegt það væri að fjármagn, eyrnamerkt frístundaiðkun barna, rynni vannýtt úr hverfinu, eins og staðan var í Breiðholti. Það væri því æskilegt að þessu vannýtta fjármagni væri safnað saman í sjóð sem héldist innan hverfisins. Þess vegna var það sérlega ánægjulegt að settur var á laggirnar styrktarsjóður til að styðja við verkefnið en sjóðnum er er ætlað að koma til móts við auka kostnað sem hlýst af þátttöku í viðburðum, kaup og leigu á búnaði og umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Það má því þakka borgarstjóra sérstaklega fyrir að hafa stutt þetta tilraunaverkefni, veitt sjóðnum brautargengi auk þess að standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suður Mjódd, sem er efni í sérgrein. Þannig hefur fjármagnið, sem fór árlega úr hverfinu í gegnum vannýtt frístundakort, fengið nýjan tilgang og nýst til góðra hluta innan hverfis. Við getum verið stolt af því. Sendiherrar og brúarsmiðir Það er áskorun að ná til breiðs hóps fólks af erlendum uppruna sem býr í Breiðholtinu en fjölbreyttur félagsauður er einn helsti styrkur hverfisins. Þannig fæddist sendiherraverkefnið, sem Þjónustumiðstöðin í hverfinu heldur utan um. Það verkefni styður við Frístundir í Breiðholti og er meðal annars til að skapa vettvang og umgjörð fyrir samstarf við íbúa af erlendum uppruna innan hverfisins, efla aðgang þeirra að upplýsingum og þar með þjónustu og samfélagsþróun innan borgarinnar. Sendiherrarnir eru fulltrúar síns heimalands og eru brúarsmiðir milli sinna samlanda og þjónustu borgarinnar. Frábært verkefni sem ég bind miklar vonir við að stuðli að aukinni virkni og þátttöku falins félagsauðs. Samlagast, ekki aðlagast Þátttaka barna af erlendum uppruna í frístundastarfi er góð leið til að þau samlagist samfélaginu. Þau verða hluti af okkur og við hluti af þeim. Öll saman. Þátttakan styrkir þau við íslenska málnotkun og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka af ólíkum uppruna. Með þátttöku í frístundum verða börnin hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel í. Börn okkar allra skipta mig máli. Það þarf að gera enn betur. Ég vil gera meira og þessi sýn sem unnið er með er vísir að því að við séum á réttri leið til að tryggja að ekkert barn verði skilið eftir. Hvert barn skiptir máli. Áfram Breiðholt! Höfundur er formaður íbúaráðs Breiðholts og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun