Ósáttur við hvernig Vigdís persónugerði gagnrýnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2021 10:09 Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir störfuðu saman í borgarstjórn. Vísir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni. Baldur greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr flokknum. Í færslu á Facebook sagðist hann ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann gæti með engu móti sætt mig við. Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir. Í bítinu á Bylgjunni í morgun var Baldur mættur og þar fór hann nánar út í ástæður þess að hann sagði sig úr flokknum. Ástæðan er Vigdís Hauksdóttir. Lýsti hann því hvernig eftir borgarstjórnarkosningarnar 2018 hafi hann og Vigdís skipt með sér verkum. Sagðist Baldur, verandi nýgræðingur í borgarstjórn á þessum tíma haft tvö leiðarvísa til að starfa eftir. Stefnuskrá flokksing og gildi framboðsins. „Í okkar tilfelli var gildið í anda Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins innsk. blaðamanns], að við myndum haga störfum okkar þannig og starfsháttum að við værum í hvívetna málefnaleg og myndum sýna góða framkomu og góðan þokka og vera okkur sjálfum og ekki síður framboðinu til sóma,“ sagði Baldur. Vigdís hefur látið til sín taka á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Fljótlega hafi Baldur hins vegar farið að fyllast efasemdum. „Það var sem var algjört „no-no“, það var að persónugera hlutina og vaða í persónur andstæðinga sem er algjör óþarfi,“ sagði Baldur. „Því miður fer það nú þannig að það fara að renna á mig tvær grímur mjög fljótlega. Mér finnst samstarfskona mín þarna inni, ekki fylgja þessum gildum.“ Raunar hafi honum farið að finnast staðan mjög óþægileg. „Þá er það bara þannig að þegar komið er að ákveðnum tímapunkti þar sem mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt. Að þessi gildi séu virt að vettugi. Þá tek ég þá ákvörðun, það er strax 2018, að eina sem ég geti gert í stöðunni það er að ég geti farið eftir þessum gildum og stefnuskrá framboðsins í hvívetna og það hef ég gert,“ sagði Baldur. Ánægður með samstarfið við starfsmenn borgarinnar Það hefur gustað um Vigdísi á kjörtímabilinu og hún staðið í stappi við ýmsa embættismenn borgarinnar. Mikið hefur verið fjallað um deilur Vigdísar og Helgu Björg Ragnarsdóttur, sem starfaði sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra. Þá hefur Vigdís verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði hún auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar. Frá borgarstjórnarfundi.Vísir/Vilhelm Sagði Baldur hins vegar að samstarf hans og samskipti við embættismenn hafi verið með besta móti, hann teldi starfsfólkið gott og embættismennina góða. Vinnan sem varaborgafulltrúi væri skemmtileg. Hann væri hins vegar ósáttur við hvernig Vigdís hefði persónugert gagnrýni sína. „Já, ef þið hafið fylgst með fréttum síðastliðin þrjú ár þá fer það ekkert á milli mála að það er búið að vera allt of mikið um það,“ sagði Baldur. Sagðist hann hafa rætt málin við Vigdísi en ekki fengið góðar viðtökur. „Nei, það var ekki vel tekið þegar ég var að benda á þessa hluti.“ Síðasta spurningin í þættinum var hvort að hann hafi hætt í Miðflokknum vegna Vigdísar. „Já, það liggur nokkuð í augum uppi.“ Baldur hyggst klára kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en miðað við viðtalið í Bítinu hyggst hann ekki stofna nýjan flokk eða ganga til liðs við annað framboð í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Baldur greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr flokknum. Í færslu á Facebook sagðist hann ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann gæti með engu móti sætt mig við. Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir. Í bítinu á Bylgjunni í morgun var Baldur mættur og þar fór hann nánar út í ástæður þess að hann sagði sig úr flokknum. Ástæðan er Vigdís Hauksdóttir. Lýsti hann því hvernig eftir borgarstjórnarkosningarnar 2018 hafi hann og Vigdís skipt með sér verkum. Sagðist Baldur, verandi nýgræðingur í borgarstjórn á þessum tíma haft tvö leiðarvísa til að starfa eftir. Stefnuskrá flokksing og gildi framboðsins. „Í okkar tilfelli var gildið í anda Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins innsk. blaðamanns], að við myndum haga störfum okkar þannig og starfsháttum að við værum í hvívetna málefnaleg og myndum sýna góða framkomu og góðan þokka og vera okkur sjálfum og ekki síður framboðinu til sóma,“ sagði Baldur. Vigdís hefur látið til sín taka á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Fljótlega hafi Baldur hins vegar farið að fyllast efasemdum. „Það var sem var algjört „no-no“, það var að persónugera hlutina og vaða í persónur andstæðinga sem er algjör óþarfi,“ sagði Baldur. „Því miður fer það nú þannig að það fara að renna á mig tvær grímur mjög fljótlega. Mér finnst samstarfskona mín þarna inni, ekki fylgja þessum gildum.“ Raunar hafi honum farið að finnast staðan mjög óþægileg. „Þá er það bara þannig að þegar komið er að ákveðnum tímapunkti þar sem mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt. Að þessi gildi séu virt að vettugi. Þá tek ég þá ákvörðun, það er strax 2018, að eina sem ég geti gert í stöðunni það er að ég geti farið eftir þessum gildum og stefnuskrá framboðsins í hvívetna og það hef ég gert,“ sagði Baldur. Ánægður með samstarfið við starfsmenn borgarinnar Það hefur gustað um Vigdísi á kjörtímabilinu og hún staðið í stappi við ýmsa embættismenn borgarinnar. Mikið hefur verið fjallað um deilur Vigdísar og Helgu Björg Ragnarsdóttur, sem starfaði sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra. Þá hefur Vigdís verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði hún auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar. Frá borgarstjórnarfundi.Vísir/Vilhelm Sagði Baldur hins vegar að samstarf hans og samskipti við embættismenn hafi verið með besta móti, hann teldi starfsfólkið gott og embættismennina góða. Vinnan sem varaborgafulltrúi væri skemmtileg. Hann væri hins vegar ósáttur við hvernig Vigdís hefði persónugert gagnrýni sína. „Já, ef þið hafið fylgst með fréttum síðastliðin þrjú ár þá fer það ekkert á milli mála að það er búið að vera allt of mikið um það,“ sagði Baldur. Sagðist hann hafa rætt málin við Vigdísi en ekki fengið góðar viðtökur. „Nei, það var ekki vel tekið þegar ég var að benda á þessa hluti.“ Síðasta spurningin í þættinum var hvort að hann hafi hætt í Miðflokknum vegna Vigdísar. „Já, það liggur nokkuð í augum uppi.“ Baldur hyggst klára kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en miðað við viðtalið í Bítinu hyggst hann ekki stofna nýjan flokk eða ganga til liðs við annað framboð í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.
Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01