Grænni Reykjavíkurborg – rafræn og blaðlaus! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í umhverfismálum og sýni þar frumkvæði og framsýni. Þörfin fyrir prentað mál minnkar stöðugt. Þar á Reykjavíkurborg að vera árvökul og í fararbroddi. Nýta rafrænar áskriftir og færa útgáfu sína í sömu átt þar sem þess er kostur. Minna má á að núverandi meirihluti hefur mært mjög rafræna ferla. Nýverið gaf borgin út 64 bls. bækling: „Uppbygging íbúða í borginni“ sem hægt hefði verið að koma til borgarbúa með einum smelli í stað þess að prenta og dreifa á öll heimili með tilheyrandi stóru kolefnisspori. Það er ekki gott fordæmi og illa farið með skattfé almennings. Kolefnisfótspor þess eitt og sér að prenta eitt blað jafngildir akstri meðalbíls um 1 km fyrir utan það að koma dagblöðum frá prentsmiðju í hverfin til viðtakenda. Árleg áskrift getur þannig numið kolefnisspori af akstri samsvarandi um 250 km á bifreið. Umhverfislegur ávinningur er því augljós. Með þessu umhverfisskrefi á borgin alls ekki að minnka stuðning við útgáfustarfsemi. Slíkt er alls ekki tilgangur þessar tillögu. Stuðningur í formi kaupa á fjölmiðlum á að halda áfram. Þetta er eingöngu hugsað sem góð viðleitni og fordæmi í baráttunni við umhverfismengun og sóun. Í baráttu okkar gegn umhverfismegnun skiptir allt máli og dropinn holar steininn. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í umhverfismálum og sýni þar frumkvæði og framsýni. Þörfin fyrir prentað mál minnkar stöðugt. Þar á Reykjavíkurborg að vera árvökul og í fararbroddi. Nýta rafrænar áskriftir og færa útgáfu sína í sömu átt þar sem þess er kostur. Minna má á að núverandi meirihluti hefur mært mjög rafræna ferla. Nýverið gaf borgin út 64 bls. bækling: „Uppbygging íbúða í borginni“ sem hægt hefði verið að koma til borgarbúa með einum smelli í stað þess að prenta og dreifa á öll heimili með tilheyrandi stóru kolefnisspori. Það er ekki gott fordæmi og illa farið með skattfé almennings. Kolefnisfótspor þess eitt og sér að prenta eitt blað jafngildir akstri meðalbíls um 1 km fyrir utan það að koma dagblöðum frá prentsmiðju í hverfin til viðtakenda. Árleg áskrift getur þannig numið kolefnisspori af akstri samsvarandi um 250 km á bifreið. Umhverfislegur ávinningur er því augljós. Með þessu umhverfisskrefi á borgin alls ekki að minnka stuðning við útgáfustarfsemi. Slíkt er alls ekki tilgangur þessar tillögu. Stuðningur í formi kaupa á fjölmiðlum á að halda áfram. Þetta er eingöngu hugsað sem góð viðleitni og fordæmi í baráttunni við umhverfismengun og sóun. Í baráttu okkar gegn umhverfismegnun skiptir allt máli og dropinn holar steininn. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar