Á Instagram má sjá hesta, kindur og flugurnar í Friðheimum. Strokkur, Kerið og hellaskoðun í Raufarhólshellir virðist hafa staðið upp úr. Leikarinn er hættur í Grey's Anatomy en hann lék þar Dr. Jackson Avery í tólf þáttaraðir. Þættirnir eru framleiddir af ABC og sýndir á Stöð 2. Eftir að hann lagði læknasloppinn á hilluna hefur hann leikið í fjórum bíómyndum, sem allar eru í framleiðslu.
