Tónlist

Bylgjan órafmögnuð: Hreimur flytur sín þekktustu lög

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hreimur stígur á svið á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi í kvöld.
Hreimur stígur á svið á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi í kvöld. Bylgjan

Tónlistarmaðurinn Hreimur stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Alls verða fimm tónleikar í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð auk tveggja einstakra aukatónleika sem nánar verður fjallað um síðar. 

Í næstu viku koma fram Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnars ásamt börnum. Þar á eftir koma söngkonurnar Stefanía Svavars og Elísabet Ormslev fram. Tónleikaröðinni verður svo lokað með jólaþætti 9. desember þar sem fram koma Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins og leynigestur.

Nú þegar hafa KK, Páll Óskar og Krummi haldið tónleika og má horfa á þá HÉR á Vísi. 

Tónleikarnir eru teknir upp á Barion Bryggjan og eru sannkallað gull í eyru og augnakonfekt. Hreimur stígur á svið klukkan 20 og verður þá hægt að horfa á tónleikana í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Bylgjan órafmögnuð: Páll Óskar flytur sín þekktustu lög

Tónlistarmaðurinn Páll óskar stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir og hér á Vísi.

Bylgjan órafmögnuð: Krummi flytur sín þekktustu lög

Tónlistarmaðurinn Krummi stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög

Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.