Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Ragnar Nathanaelsson er í landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa að mestu setið á varamannabekknum hjá Stjörnunni í vetur. vísir/bára Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“ Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira
Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“
Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira