Upphitun fyrir stórleikinn og næstu umferð: „Krefjandi fyrir dómarana“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 13:00 Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sumar með sigri á Haukum á Ásvöllum. Hart var tekist á og hart verður tekist á í kvöld. vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu að vanda vel upp fyrir komandi leiki í Olís-deild karla í handbolta og skoðuðu sérstaklega risaleik kvöldsins á milli Hauka og Vals. Haukar eru á toppi deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki en Íslandsmeistarar Vals eiga leik til góða og geta auk þess komist á toppinn með sigri í kvöld. „Það verður hart tekist á. Það verður krefjandi fyrir dómarana að finna línu í þessum leik þar sem leikurinn fær að flæða en samt ekki þannig að það verði 30 tveggja mínútna brottvísanir,“ segir Ásgeir en upphitunina má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir stórleik á Hlíðarenda og 9. umferð Björgvin Páll Gústavsson mætir sínum gömlu félögum í Haukum en hann hefur farið á kostum með Val það sem af er leiktíð: „Þetta verður mjög athyglisvert. Sagan í kringum þetta allt, þar sem hann var búinn að skrifa undir hjá Val um jólin í fyrra en spilaði svo við Valsarana í úrslitaeinvíginu í sumar… þetta er mjög sérstakt og það verður gaman að sjá hvernig stemmdur hann mætir til leiks og hvort að hann man ennþá alla uppáhaldsstaði Haukanna til að skjóta á,“ segir Ásgeir. Skarð er fyrir skildi hjá Valsmönnum að ofan á fyrri forföll bætist að þeir verða án Agnars Smára Jónssonar í sóknarleiknum og Einars Þorsteins Ólafssonar í varnarleiknum. Ásgeir tippaði á tveggja marka sigur Hauka. Fleiri afar athyglisverðir leikir eru á dagskrá í 9. umferð deildarinnar sem leikin er á laugardag, sunnudag og mánudag. Fjallað er um þá alla í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar hér að ofan. Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Sjá meira
Haukar eru á toppi deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki en Íslandsmeistarar Vals eiga leik til góða og geta auk þess komist á toppinn með sigri í kvöld. „Það verður hart tekist á. Það verður krefjandi fyrir dómarana að finna línu í þessum leik þar sem leikurinn fær að flæða en samt ekki þannig að það verði 30 tveggja mínútna brottvísanir,“ segir Ásgeir en upphitunina má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir stórleik á Hlíðarenda og 9. umferð Björgvin Páll Gústavsson mætir sínum gömlu félögum í Haukum en hann hefur farið á kostum með Val það sem af er leiktíð: „Þetta verður mjög athyglisvert. Sagan í kringum þetta allt, þar sem hann var búinn að skrifa undir hjá Val um jólin í fyrra en spilaði svo við Valsarana í úrslitaeinvíginu í sumar… þetta er mjög sérstakt og það verður gaman að sjá hvernig stemmdur hann mætir til leiks og hvort að hann man ennþá alla uppáhaldsstaði Haukanna til að skjóta á,“ segir Ásgeir. Skarð er fyrir skildi hjá Valsmönnum að ofan á fyrri forföll bætist að þeir verða án Agnars Smára Jónssonar í sóknarleiknum og Einars Þorsteins Ólafssonar í varnarleiknum. Ásgeir tippaði á tveggja marka sigur Hauka. Fleiri afar athyglisverðir leikir eru á dagskrá í 9. umferð deildarinnar sem leikin er á laugardag, sunnudag og mánudag. Fjallað er um þá alla í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar hér að ofan. Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Sjá meira