Ekki fjarlægur veruleiki að sár á fingri geti reynst dauðadómur Eiður Þór Árnason skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Anna Margrét Halldórsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Samsett Ef allt fer á versta veg gæti það aftur reynst dauðadómur að fá lungnabólgu eða sár á fingur. Þetta segir sérfræðingur hjá embætti landlæknis sem vísar þar í stöðu heilbrigðismála fyrir tíma áhrifaríkra sýklalyfja. Raunveruleg hætta sé á því að læknavísindin færist aftur um marga áratugi ef víðtækt sýklalyfjaónæmi myndist en það gerist nú í vaxandi mæli að fólk sýkist af bakteríum sem sýklalyf virka illa á. Á fimmtudag hófst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja sem haldin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Árið 2018 áætlaði Sóttvarnastofnun Evrópu að rekja mætti um 33 þúsund dauðsföll á ári hverju innan Evrópska efnahagssvæðisins til sýkingar af völdum ónæmra baktería, einnig kallaðar sýklalyfjaþolnar bakteríur. Getur þolið náð allt frá því að vera vægt upp í algjört þol fyrir sýklalyfjum. Ónæmi færst í aukana á Íslandi Anna Margrét Halldórsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir að Ísland standi nokkuð vel að vígi í þessum efnum og ónæmi mælist lítið í samanburði við önnur ríki. Þrátt fyrir það hafi ónæmi aukist töluvert hér á seinustu árum þegar kemur að ákveðnum tegundum baktería á borð við kólígerla, sem valda þvagfærasýkingum. Hún segir mikilvægt að viðhalda góðri stöðu Íslendinga með því draga úr sýklalyfjanotkun þar sem notkunin sé meiri hér en sums staðar í Evrópu. Jákvæð teikn eru á lofti þar sem reglulegar mælingar embættisins sýna að sýklalyfjanotkun hefur minnkað á Íslandi seinustu ár. Anna segir að um sé að ræða margslungið og mikilvægt úrlausnarefni sem kalli á samstillt alþjóðlegt átak þvert á heilbrigðisþjónustu og landbúnað. Bakteríur virði jú engin landamæri. Notkun minnkaði í samkomubanni Sýklalyfjanotkun minnkaði talsvert mikið á Íslandi milli áranna 2019 og 2020 þegar heildarsala sýklalyfja dróst saman um 16,5%. Ef horft er aftur til ársins 2017 hefur daglegum lyfjaskömmtum á einstakling fækkað um 30%. Anna segir að mikill samdráttur í fyrra sé tengdur við samkomutakmarkanir, aukinn handþvott, spritt- og grímunotkun. Samhliða því hafi dregið úr tíðni ýmissa sýkinga á borð við öndunarfærasýkingar og niðurgangspestir. Aukin spritt notkun er meðal annars talin hafa leitt til færri sýkinga og minni sýklalyfjanotkunar. Vísir/Vilhelm Stríð manns og náttúru „Sýklalyf voru auðvitað mjög mikilvæg uppgötvun á sínum tíma og það er þeim að þakka að það er hægt að meðhöndla margar algengar bakteríusýkingar sem við þekkjum,“ segir Anna en sýklalyf fóru í almenna sölu við byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar. Í dag eru sýklalyf einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð og til að mynda notuð í aðdraganda opinna skurðaðgerða. Síðar kom í ljós að bakteríur geta þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum sem gerir það að verkum að þau virka síður á ákveðnar tegundir sýkinga. Anna segir að hér sé skýrt dæmi um náttúruval sem breski náttúrufræðingurinn Charles Darwin fjallaði um í þróunarkenningu sinni. „Bakteríur hafa verið til lengur en við. Þær finna leiðir til að lifa af sýklalyf og með því að nota lyfin þá veljum við úr þær bakteríur sem eru hæfastar.“ Vilja senda skýr tilmæli til almennings og heilbrigðisstarfsmanna Anna segir gríðarlega mikilvægt að nota sýklalyf rétt og alls ekki að óþörfu. Til að mynda sé of algengt að fólk taki inn sýklalyf vegna kvefs, hálsbólgu eða flensupesta þrátt fyrir að sýklalyf virki ekki á veirusýkingar. Einnig skipti máli að klára skammtinn sem læknar ávísa og fólk hætti ekki eftir örfáa daga þegar það telur sig vera orðið frískt. „Ef þú klárar ekki sýklalyfjaskammtinn þá getur þú hjálpað þessum ónæmu bakteríum að lifa af og þú vilt forðast að nota sýklalyf of oft eða of mikið, því í hvert sinn sem þú gerir það þá ertu í rauninni að venja ónæmar bakteríur á kostnað næmra baktería,“ segir Anna. Sýklalyfjanotkun hefur snarminnkað hér á Íslandi en við erum þó enn Norðurlandameistarar í sýklalyfjanotkun.Getty Lítið um ný sýklalyf Vitundarátakið beinist einnig að heilbrigðisstarfsmönnum sem eru hvattir til að ávísa sýklalyfjum einungis þegar þörf er á, ekki of lengi og velja réttu lyfin. Sérstaklega þurfi að passa notkun „fallbyssusýklalyfjanna“ sem eru í sumum tilvikum þau einu sem virka vel á tilteknar sýkingar. „Við erum núna að spara þessu öflugu lyf því þau verka á þessar erfiðu bakteríur og vera ekki að nota óþarflega breiðvirkar eða kröftug sýklalyf við minniháttar sýkingum,“ segir Anna. „Þessi sýklalyf sem við þekkjum eru mjög gamlar uppgötvanir og það er smám saman að myndast meira ónæmi gegn þessum gömlu, góðu sýklalyfjum eins og pensilíni.“ Þá flæki það stöðuna að lítið sé um nýsköpun í þróun sýklalyfja, einkum vegna þess að lyfjafyrirtæki kjósi að fjárfesta frekar í þróun arðbærari lyfja. „Lyfjafyrirtækin eru í rauninni ekki mikið að fjárfesta í sýklalyfjum vegna þess að það eru lyf sem þú tekur bara í stuttan tíma í einu. Þau eru miklu meira að fjárfesta í sykursýkislyfjum eða hjartalyfjum sem eru tekin fast,“ segir Anna. Sömuleiðis sé þróun sýklalyfja tímafrek og áhættusöm fyrir fyrirtækin. Meiri notkun hér en á Norðurlöndunum Ísland stendur nokkuð vel að vígi þegar kemur að sýklalyfjaónæmi og hefur verið með lága tíðni ónæmis. Þrátt fyrir það er sýklalyfjanotkun meiri hér en á öðrum Norðurlöndum og víða í Evrópu. „Fram að þessu er ónæmi ekki eins útbreitt hér á landi og annars staðar og við viljum halda því þannig. Þegar þú ert kominn með ónæmar bakteríur inn á sjúkrahús þá getur verið ómögulegt að losna við þær og þessi hætta vofir stöðugt yfir þér. Þess vegna er verið að skima þá sem hafa verið á sjúkrahúsi erlendis og jafnvel setja þá í einangrun,“ segir Anna. Fá dæmi séu um bakteríur hér á landi sem hafi verið ónæmar fyrir öllum meðferðum. „Við erum sem betur fer að sjá það mjög sjaldan á Íslandi og það er ekki orðið landlægt en við erum að sjá svona milli ónæmar bakteríur í auknum mæli, sérstaklega í kólígerlum.“ Anna segir að vandinn sé að færast í aukanna á heimsvísu og ónæmir gerlar dreifist meðal annars milli landa með ferðalöngum sem geti borið þá með sér inn á spítala í heimalandinu. Ef horft sé til Evrópu sé vandinn verri í suður- og austurhluta álfunnar þar sem sýklalyfjanotkun sé mikil, bæði í heilbrigðisþjónustu og landbúnaði, og gjarnan veikara eftirlit með notkuninni. „Víða eins og til dæmis í Grikklandi og á Spáni þá er þetta gríðarlegt vandamál. Það er hægt að sjá slæm afbrigði af ónæmum bakteríum sem eru nokkuð algengar þar sem eru sem betur fer hafa ekki sést á Íslandi,“ segir Anna. Vandinn sé skárri í Norður- og Vestur-Evrópu. Hættan mikil í landbúnaði Víða erlendis er mikið magn sýklalyfja notað í landbúnaði. Slík notkun eykur hættuna á því að ónæmar bakteríur þróist í dýrum og berist í menn, matvæli eða út í umhverfið. „Það er jafnvel verið að blanda sýklalyfjum í fóður og gefa þau í litlum skömmtum svo húsdýr vaxi hraðar og betur. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi og það er búið að banna þetta hér og í mörgum löndum,“ segir Anna. Eftir að ónæmi myndist er erfitt að halda aftur af útbreiðslunni þar sem bakteríur geta dreift upplýsingum sín á milli um það hvernig skuli verjast sýklalyfjum og öðrum ógnum. Sýklalyf eru talin hafa komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla vegna smitsjúkdóma og sýkinga. Anna segir að það sé sameiginleg ábyrgð allra að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og viðhalda virkni sýklalyfja um ókomna framtíð. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar minnka sýklalyfjanotkun en enn hæstir meðal Norðurlanda Notkun sýklalyfja í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur dregist saman um 30 prósent á fjórum árum ef tekið er mið af heildarsölu sýklalyfja hér á landi. Þrátt fyrir það notkun á slíkum lyfjum enn töluvert meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum. 30. september 2021 14:01 Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. 10. desember 2020 11:35 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Raunveruleg hætta sé á því að læknavísindin færist aftur um marga áratugi ef víðtækt sýklalyfjaónæmi myndist en það gerist nú í vaxandi mæli að fólk sýkist af bakteríum sem sýklalyf virka illa á. Á fimmtudag hófst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja sem haldin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Árið 2018 áætlaði Sóttvarnastofnun Evrópu að rekja mætti um 33 þúsund dauðsföll á ári hverju innan Evrópska efnahagssvæðisins til sýkingar af völdum ónæmra baktería, einnig kallaðar sýklalyfjaþolnar bakteríur. Getur þolið náð allt frá því að vera vægt upp í algjört þol fyrir sýklalyfjum. Ónæmi færst í aukana á Íslandi Anna Margrét Halldórsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir að Ísland standi nokkuð vel að vígi í þessum efnum og ónæmi mælist lítið í samanburði við önnur ríki. Þrátt fyrir það hafi ónæmi aukist töluvert hér á seinustu árum þegar kemur að ákveðnum tegundum baktería á borð við kólígerla, sem valda þvagfærasýkingum. Hún segir mikilvægt að viðhalda góðri stöðu Íslendinga með því draga úr sýklalyfjanotkun þar sem notkunin sé meiri hér en sums staðar í Evrópu. Jákvæð teikn eru á lofti þar sem reglulegar mælingar embættisins sýna að sýklalyfjanotkun hefur minnkað á Íslandi seinustu ár. Anna segir að um sé að ræða margslungið og mikilvægt úrlausnarefni sem kalli á samstillt alþjóðlegt átak þvert á heilbrigðisþjónustu og landbúnað. Bakteríur virði jú engin landamæri. Notkun minnkaði í samkomubanni Sýklalyfjanotkun minnkaði talsvert mikið á Íslandi milli áranna 2019 og 2020 þegar heildarsala sýklalyfja dróst saman um 16,5%. Ef horft er aftur til ársins 2017 hefur daglegum lyfjaskömmtum á einstakling fækkað um 30%. Anna segir að mikill samdráttur í fyrra sé tengdur við samkomutakmarkanir, aukinn handþvott, spritt- og grímunotkun. Samhliða því hafi dregið úr tíðni ýmissa sýkinga á borð við öndunarfærasýkingar og niðurgangspestir. Aukin spritt notkun er meðal annars talin hafa leitt til færri sýkinga og minni sýklalyfjanotkunar. Vísir/Vilhelm Stríð manns og náttúru „Sýklalyf voru auðvitað mjög mikilvæg uppgötvun á sínum tíma og það er þeim að þakka að það er hægt að meðhöndla margar algengar bakteríusýkingar sem við þekkjum,“ segir Anna en sýklalyf fóru í almenna sölu við byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar. Í dag eru sýklalyf einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð og til að mynda notuð í aðdraganda opinna skurðaðgerða. Síðar kom í ljós að bakteríur geta þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum sem gerir það að verkum að þau virka síður á ákveðnar tegundir sýkinga. Anna segir að hér sé skýrt dæmi um náttúruval sem breski náttúrufræðingurinn Charles Darwin fjallaði um í þróunarkenningu sinni. „Bakteríur hafa verið til lengur en við. Þær finna leiðir til að lifa af sýklalyf og með því að nota lyfin þá veljum við úr þær bakteríur sem eru hæfastar.“ Vilja senda skýr tilmæli til almennings og heilbrigðisstarfsmanna Anna segir gríðarlega mikilvægt að nota sýklalyf rétt og alls ekki að óþörfu. Til að mynda sé of algengt að fólk taki inn sýklalyf vegna kvefs, hálsbólgu eða flensupesta þrátt fyrir að sýklalyf virki ekki á veirusýkingar. Einnig skipti máli að klára skammtinn sem læknar ávísa og fólk hætti ekki eftir örfáa daga þegar það telur sig vera orðið frískt. „Ef þú klárar ekki sýklalyfjaskammtinn þá getur þú hjálpað þessum ónæmu bakteríum að lifa af og þú vilt forðast að nota sýklalyf of oft eða of mikið, því í hvert sinn sem þú gerir það þá ertu í rauninni að venja ónæmar bakteríur á kostnað næmra baktería,“ segir Anna. Sýklalyfjanotkun hefur snarminnkað hér á Íslandi en við erum þó enn Norðurlandameistarar í sýklalyfjanotkun.Getty Lítið um ný sýklalyf Vitundarátakið beinist einnig að heilbrigðisstarfsmönnum sem eru hvattir til að ávísa sýklalyfjum einungis þegar þörf er á, ekki of lengi og velja réttu lyfin. Sérstaklega þurfi að passa notkun „fallbyssusýklalyfjanna“ sem eru í sumum tilvikum þau einu sem virka vel á tilteknar sýkingar. „Við erum núna að spara þessu öflugu lyf því þau verka á þessar erfiðu bakteríur og vera ekki að nota óþarflega breiðvirkar eða kröftug sýklalyf við minniháttar sýkingum,“ segir Anna. „Þessi sýklalyf sem við þekkjum eru mjög gamlar uppgötvanir og það er smám saman að myndast meira ónæmi gegn þessum gömlu, góðu sýklalyfjum eins og pensilíni.“ Þá flæki það stöðuna að lítið sé um nýsköpun í þróun sýklalyfja, einkum vegna þess að lyfjafyrirtæki kjósi að fjárfesta frekar í þróun arðbærari lyfja. „Lyfjafyrirtækin eru í rauninni ekki mikið að fjárfesta í sýklalyfjum vegna þess að það eru lyf sem þú tekur bara í stuttan tíma í einu. Þau eru miklu meira að fjárfesta í sykursýkislyfjum eða hjartalyfjum sem eru tekin fast,“ segir Anna. Sömuleiðis sé þróun sýklalyfja tímafrek og áhættusöm fyrir fyrirtækin. Meiri notkun hér en á Norðurlöndunum Ísland stendur nokkuð vel að vígi þegar kemur að sýklalyfjaónæmi og hefur verið með lága tíðni ónæmis. Þrátt fyrir það er sýklalyfjanotkun meiri hér en á öðrum Norðurlöndum og víða í Evrópu. „Fram að þessu er ónæmi ekki eins útbreitt hér á landi og annars staðar og við viljum halda því þannig. Þegar þú ert kominn með ónæmar bakteríur inn á sjúkrahús þá getur verið ómögulegt að losna við þær og þessi hætta vofir stöðugt yfir þér. Þess vegna er verið að skima þá sem hafa verið á sjúkrahúsi erlendis og jafnvel setja þá í einangrun,“ segir Anna. Fá dæmi séu um bakteríur hér á landi sem hafi verið ónæmar fyrir öllum meðferðum. „Við erum sem betur fer að sjá það mjög sjaldan á Íslandi og það er ekki orðið landlægt en við erum að sjá svona milli ónæmar bakteríur í auknum mæli, sérstaklega í kólígerlum.“ Anna segir að vandinn sé að færast í aukanna á heimsvísu og ónæmir gerlar dreifist meðal annars milli landa með ferðalöngum sem geti borið þá með sér inn á spítala í heimalandinu. Ef horft sé til Evrópu sé vandinn verri í suður- og austurhluta álfunnar þar sem sýklalyfjanotkun sé mikil, bæði í heilbrigðisþjónustu og landbúnaði, og gjarnan veikara eftirlit með notkuninni. „Víða eins og til dæmis í Grikklandi og á Spáni þá er þetta gríðarlegt vandamál. Það er hægt að sjá slæm afbrigði af ónæmum bakteríum sem eru nokkuð algengar þar sem eru sem betur fer hafa ekki sést á Íslandi,“ segir Anna. Vandinn sé skárri í Norður- og Vestur-Evrópu. Hættan mikil í landbúnaði Víða erlendis er mikið magn sýklalyfja notað í landbúnaði. Slík notkun eykur hættuna á því að ónæmar bakteríur þróist í dýrum og berist í menn, matvæli eða út í umhverfið. „Það er jafnvel verið að blanda sýklalyfjum í fóður og gefa þau í litlum skömmtum svo húsdýr vaxi hraðar og betur. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi og það er búið að banna þetta hér og í mörgum löndum,“ segir Anna. Eftir að ónæmi myndist er erfitt að halda aftur af útbreiðslunni þar sem bakteríur geta dreift upplýsingum sín á milli um það hvernig skuli verjast sýklalyfjum og öðrum ógnum. Sýklalyf eru talin hafa komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla vegna smitsjúkdóma og sýkinga. Anna segir að það sé sameiginleg ábyrgð allra að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og viðhalda virkni sýklalyfja um ókomna framtíð.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar minnka sýklalyfjanotkun en enn hæstir meðal Norðurlanda Notkun sýklalyfja í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur dregist saman um 30 prósent á fjórum árum ef tekið er mið af heildarsölu sýklalyfja hér á landi. Þrátt fyrir það notkun á slíkum lyfjum enn töluvert meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum. 30. september 2021 14:01 Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. 10. desember 2020 11:35 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Íslendingar minnka sýklalyfjanotkun en enn hæstir meðal Norðurlanda Notkun sýklalyfja í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur dregist saman um 30 prósent á fjórum árum ef tekið er mið af heildarsölu sýklalyfja hér á landi. Þrátt fyrir það notkun á slíkum lyfjum enn töluvert meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum. 30. september 2021 14:01
Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. 10. desember 2020 11:35