Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2021 21:01 Heilaskurðlæknirinn Kristín Lilja Eyglóardóttir starfar í Svíþjóð en býr á Eskifirði. Arnar Halldórsson „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er rætt við Kristínu Lilju en hún starfar sem heilaskurðlæknir í Svíþjóð. Eskfirðingurinn sem hún kynntist er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kristín Lilja og Jens Garðar við heimili sitt á Eskifirði í blíðunni í sumar.Arnar Halldórsson „Ég er búin að vera í Svíþjóð, bæði í námi og vinnu, þannig að við Jenni höfum verið að „fljúgast á“ síðan 2011, getur maður sagt.“ -En hafðir þú þá aldrei komið á Eskifjörð áður? „Kannski einu sinni keyrt framhjá,“ svarar hún. -Það er sem sagt hægt að eiga heimili á Eskifirði en starfa í Svíþjóð? „Já, það er hægt. Allt er hægt með vilja. Það er svo sem langt ferðalag. Ég starfa í Gautaborg. Þannig að það er Gautaborg – Kaupmannahöfn – Keflavík – Reykjavík – Egilsstaðir – Eskifjörður. Ég næ þessu nú yfirleitt ekki á einum degi, þarf yfirleitt að gista á leiðinni. En það er þess virði.“ Í garðinum við heimilið við Bakkastíg á Eskifirði. Fjallið Hólmatindur í baksýn.Arnar Halldórsson -Hvað var það sem þú sást við Eskifjörð? „Ég náttúrlega sá ekkert kannski við Eskifjörð, ég sá náttúrlega við Jens. Svo var það Eskifjörðurinn sem fylgdi honum,“ svarar Kristín hlæjandi. „Og ekki bara Eskifjörð. Bara Austfirðirnir. Kom hérna og sá öll fjöllin og allt og ég hugsaði: Ég ætla að mergsjúga allt út úr þessum fjórðungi áður en sambandið fer í vaskinn. Ganga hérna á fjöll og veiða hreindýr, fara á kajak og synda í sjónum og gera allt sem hægt er að gera. En svo er ég bara ennþá hérna, - því að Jenni er æði.“ Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Í næsta þætti Um land allt er fjallað um Alla ríka og arfleifð hans á Eskifirði. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Ástin og lífið Tengdar fréttir Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er rætt við Kristínu Lilju en hún starfar sem heilaskurðlæknir í Svíþjóð. Eskfirðingurinn sem hún kynntist er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kristín Lilja og Jens Garðar við heimili sitt á Eskifirði í blíðunni í sumar.Arnar Halldórsson „Ég er búin að vera í Svíþjóð, bæði í námi og vinnu, þannig að við Jenni höfum verið að „fljúgast á“ síðan 2011, getur maður sagt.“ -En hafðir þú þá aldrei komið á Eskifjörð áður? „Kannski einu sinni keyrt framhjá,“ svarar hún. -Það er sem sagt hægt að eiga heimili á Eskifirði en starfa í Svíþjóð? „Já, það er hægt. Allt er hægt með vilja. Það er svo sem langt ferðalag. Ég starfa í Gautaborg. Þannig að það er Gautaborg – Kaupmannahöfn – Keflavík – Reykjavík – Egilsstaðir – Eskifjörður. Ég næ þessu nú yfirleitt ekki á einum degi, þarf yfirleitt að gista á leiðinni. En það er þess virði.“ Í garðinum við heimilið við Bakkastíg á Eskifirði. Fjallið Hólmatindur í baksýn.Arnar Halldórsson -Hvað var það sem þú sást við Eskifjörð? „Ég náttúrlega sá ekkert kannski við Eskifjörð, ég sá náttúrlega við Jens. Svo var það Eskifjörðurinn sem fylgdi honum,“ svarar Kristín hlæjandi. „Og ekki bara Eskifjörð. Bara Austfirðirnir. Kom hérna og sá öll fjöllin og allt og ég hugsaði: Ég ætla að mergsjúga allt út úr þessum fjórðungi áður en sambandið fer í vaskinn. Ganga hérna á fjöll og veiða hreindýr, fara á kajak og synda í sjónum og gera allt sem hægt er að gera. En svo er ég bara ennþá hérna, - því að Jenni er æði.“ Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Í næsta þætti Um land allt er fjallað um Alla ríka og arfleifð hans á Eskifirði. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Ástin og lífið Tengdar fréttir Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50
Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02
Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. 15. nóvember 2021 21:41