Forsetinn pollrólegur þó tíma taki að skrúfa saman ríkisstjórn Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2021 13:06 Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum 2019. Guðni Th. Jóhannesson fylgist vel með því hvernig stjónarmyndunarviðræðum líður en ýmsir furða sig á hægagangi sem einkennir viðræðurnar. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir þetta ástand, það er hinar löngu stjórnarmyndunarviðræður, sannarlega ekki til eftirbreytni en það eigi sér þó sínar skýringar. „Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira