Enn einn ungi íslenski markvörðurinn að komast að hjá sterku liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Adam Ingi Benediktsson, lengst til hægri, bregður hér á leik fyrir leik sautján ára landsliðsins í úrslitakeppni EM á Írlandi 2019. Getty/Seb Daly Adam Ingi Benediktsson er nýjasti ungi íslenski markvörðurinn sem kemst að hjá atvinnumannafélagi í Evrópu. Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019. Sænski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019.
Sænski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira