Sambandslausir þjónar þjóðarinnar Flosi Eiríksson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Í Lífskjarasamningunum vorið 2019 á almennum vinnumarkaði var samið um hagvaxtarauka – hann var hugsaður þannig að ef það væri hagvöxtur í þjóðfélaginu þá hækkuðu laun, en meira hjá þeim sem taka laun samkvæmt töxtum. Með þessari aðferð er verið að reyna að tryggja að hagvöxtur leiði ekki bara til launaskriðs og hækkanna hjá þeim hæstlaunuðu sem oftast semja um sín laun við sjálft sig heldur til alls þorra almennings. Hagvaxtaraukinn var nýmæli og hefur var eitt af þeim atriðum sem var hvað mest kynnt og rætt um í framhaldi af undirritun samningsins. Þetta ákvæði í kjarasamningum og umræðan um það virðist hafa farið fram hjá Seðlabankanum og hann hreinlega ekki gert ráð fyrir hagvaxtaraukanum í spám sínum á undanförnum misserum.Þangað til á fundi peningastefnunefndar í vikunni þar sem Seðlabankastjóri fann honum allt til foráttu og sakaði þá sem undir þetta skrifuðu um alvarleg mistök og ætla að leiða einstakar hörmungar yfir þjóðina! Hagvaxtaraukinn ætti þó að hafa verið Seðlabankanum ljós, því það lá fyrir að hann hefði virkjast í einhverjum mæli samkvæmt öllum spám bankans eftir heimsfaraldur. Fyrir vikið mætti spyrja hvort bankinn hafi einfaldlega farið of bratt fram í vaxtalækkunum og blásið í eignabólur? Látum það liggja á milli hluta hvaða umfjöllun eða afleiðingar ummæli Seðlabankastjóra af þessum toga myndu leiða af sér í þróuðum vestrænum ríkjum, en viðbragðsleysið hér á landi segir kannski eitthvað um stöðu Seðlabankans og vigt hans í umræðunni. Seðlabankastjóri var spurður út í það á fundinum hvort ekki væri ástæða til að efna til samráðs við aðila vinnumarkaðarins.Bæði með tilliti til hagvaxtaraukans og einnig tilundirbúnings fyrirkjaraviðræður á komandi ári. Verri hugmynd virtist hann ekki hafa heyrt – Seðalbankinn gæti ekki verið að efna til samtals ,,út af einhverjum kjarasamningum“ þau þrjú sem sátu þarna í pallborði væru ,,þjónar þjóðarinnar“ og þau ein bæru samkvæmt lögum ábyrgð á verðstöðugleika, heill og hamingju þjóðarinnar og hananú! Við eigum semsagt að setja allt okkar traust á stofnun sem virðist ekki hafa áttað sig grunnatriðum í kjarasamningum sem skrifað var undir 2019, hefur engan áhuga á samtali eða samráði við samtök launafólks og SA og lítur svo á að efnislegar ábendingar um hagstjórn og vaxtastefnu feli í sér að fólk sé efnahagslega ólæst, hafi gert margvísleg mistök og eigi bara að hafa hægt um sig meðan ,,þjónar þjóðarinnar“ taka umsamdar kjarabætur af fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Lífskjarasamningunum vorið 2019 á almennum vinnumarkaði var samið um hagvaxtarauka – hann var hugsaður þannig að ef það væri hagvöxtur í þjóðfélaginu þá hækkuðu laun, en meira hjá þeim sem taka laun samkvæmt töxtum. Með þessari aðferð er verið að reyna að tryggja að hagvöxtur leiði ekki bara til launaskriðs og hækkanna hjá þeim hæstlaunuðu sem oftast semja um sín laun við sjálft sig heldur til alls þorra almennings. Hagvaxtaraukinn var nýmæli og hefur var eitt af þeim atriðum sem var hvað mest kynnt og rætt um í framhaldi af undirritun samningsins. Þetta ákvæði í kjarasamningum og umræðan um það virðist hafa farið fram hjá Seðlabankanum og hann hreinlega ekki gert ráð fyrir hagvaxtaraukanum í spám sínum á undanförnum misserum.Þangað til á fundi peningastefnunefndar í vikunni þar sem Seðlabankastjóri fann honum allt til foráttu og sakaði þá sem undir þetta skrifuðu um alvarleg mistök og ætla að leiða einstakar hörmungar yfir þjóðina! Hagvaxtaraukinn ætti þó að hafa verið Seðlabankanum ljós, því það lá fyrir að hann hefði virkjast í einhverjum mæli samkvæmt öllum spám bankans eftir heimsfaraldur. Fyrir vikið mætti spyrja hvort bankinn hafi einfaldlega farið of bratt fram í vaxtalækkunum og blásið í eignabólur? Látum það liggja á milli hluta hvaða umfjöllun eða afleiðingar ummæli Seðlabankastjóra af þessum toga myndu leiða af sér í þróuðum vestrænum ríkjum, en viðbragðsleysið hér á landi segir kannski eitthvað um stöðu Seðlabankans og vigt hans í umræðunni. Seðlabankastjóri var spurður út í það á fundinum hvort ekki væri ástæða til að efna til samráðs við aðila vinnumarkaðarins.Bæði með tilliti til hagvaxtaraukans og einnig tilundirbúnings fyrirkjaraviðræður á komandi ári. Verri hugmynd virtist hann ekki hafa heyrt – Seðalbankinn gæti ekki verið að efna til samtals ,,út af einhverjum kjarasamningum“ þau þrjú sem sátu þarna í pallborði væru ,,þjónar þjóðarinnar“ og þau ein bæru samkvæmt lögum ábyrgð á verðstöðugleika, heill og hamingju þjóðarinnar og hananú! Við eigum semsagt að setja allt okkar traust á stofnun sem virðist ekki hafa áttað sig grunnatriðum í kjarasamningum sem skrifað var undir 2019, hefur engan áhuga á samtali eða samráði við samtök launafólks og SA og lítur svo á að efnislegar ábendingar um hagstjórn og vaxtastefnu feli í sér að fólk sé efnahagslega ólæst, hafi gert margvísleg mistök og eigi bara að hafa hægt um sig meðan ,,þjónar þjóðarinnar“ taka umsamdar kjarabætur af fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun