Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 23:00 Kevin Gough, verjandi William Bryan. AP/Octavio Jones Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. „Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
„Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52