Konan var að aðstoða dóttur sína fyrir utan geymslurými fyrirtækisins í Hafnarfirðinum, en mæðgurnar voru flytja hluti inn í geymslu. Þegar konan tók stóran kassa úr aftursæti bíls, steig hún afturábak og vinstri fótur konunnar lenti í ofan í opnu niðurfalli. Hún féll þá aftur fyrir sig og slasaðist á vinstri öxl.
Fyrirtækið, Geymsla Eitt, bar fyrir sig að ekkert benti til þess að gengið hafi verið óforsvaranlega frá niðurfallinu. Þá hafi ekki verið sýnt fram á saknæma háttsemi eiganda fyrirtækisins. Eigandi fyrirtækisins taldi einnig að nægileg sönnun hafi ekki komið fram í málinu.
Ríkar kröfur til eigenda fyrirtækja
Landsréttur sagði ljóst af dómaframkvæmd Hæstaréttar að gera verði ríkar kröfur til þeirra sem eiga eða reka verslun eða þjónustuhúsnæði. Þannig þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja að almenningi stafi ekki hætta af húsnæðinu eða umhverfi þess. Samkvæmt því þurfi að meta athafnaleysi eiganda fyrirtækisins til sakar, með því að hafa ekki gengið betur frá niðurfallinu.
Konunni voru dæmdar tæp tvær og hálf milljón í bætur en varanleg örorka hennar var metin tíu prósent. Eiganda fyrirtækisins, Geymslu Eitt, var einnig gert að greiða rúmar þrjár milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.