Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ofbeldi í sambandi: „Helvítis fokking svikari og hóra“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 12:05 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Maður var nýlega dæmdur í átta mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir líkamsárás og ofbeldi í nánu sambandi. Refsingin er skilorðsbundin til fimm mánaða, og þarf hann því að sitja inni í þrjá hið mesta. Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira