Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 11:20 Strætisvagnar munu stoppa á Kringlumýrarbraut eftir breytingarnar. Vísir/Vilhelm Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að kaflinn sem um ræðir sé vestanmegin á götunni, með akstursstefnu í suður. Einnig sé gert ráð fyrir nýjum strætóstöðvum nálægt gatnamótunum við Háaleitisbraut. Vegagerðin, Betri samgöngur, Reykjavíkurborg og Strætó vinni saman að þessu verkefni. Forhönnun hafi verið kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gærmorgun og samþykkt hafi verið að halda áfram undirbúningi við verkið. Sparar fimm mínútur Markmiðið með uppbyggingu forgangsakreinar á Kringlumýrarbraut sé að stytta ferðatíma um allt að fjórar til fimm mínútur fyrir strætófarþega, sem eru til dæmis á leið frá Borgartúni. Með nýrri forgangsakrein komist Strætó greiðar leiðar sinnar óháð annarri umferð og leiðin sé beinni. Framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á akreinar fyrir almenna bílaumferð heldur verði miðeyja minnkuð. Hér má sjá kaflann sem um ræðir.Reykjavíkurborg Eins og staðan er fari Strætó ekki þarna um núna af því að umferðin sé of hæg á annatímum og engar biðstöðvar Strætó séu á þessum slóðum. Í dag aki strætisvagnar upp Miklubraut, fram hjá Kringlu og svo vestur eftir Háaleitisbraut og beygi síðan norður Kringlumýrarbraut. Boðið út fyrir vorið Loks segir í tilkynningu að unnið hafi verið að greiningu á umferðarástandi, veitulögnum og samspili við aðrar framkvæmdir á þessum vegkafla. Vinna við verkhönnun og útboðsgögn sé framundan en vonast sé til að hægt verði að bjóða út fyrsta hluta framkvæmda út fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir á strætórein í suðurátt í framhaldinu. Strætó Samgöngur Umferð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að kaflinn sem um ræðir sé vestanmegin á götunni, með akstursstefnu í suður. Einnig sé gert ráð fyrir nýjum strætóstöðvum nálægt gatnamótunum við Háaleitisbraut. Vegagerðin, Betri samgöngur, Reykjavíkurborg og Strætó vinni saman að þessu verkefni. Forhönnun hafi verið kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gærmorgun og samþykkt hafi verið að halda áfram undirbúningi við verkið. Sparar fimm mínútur Markmiðið með uppbyggingu forgangsakreinar á Kringlumýrarbraut sé að stytta ferðatíma um allt að fjórar til fimm mínútur fyrir strætófarþega, sem eru til dæmis á leið frá Borgartúni. Með nýrri forgangsakrein komist Strætó greiðar leiðar sinnar óháð annarri umferð og leiðin sé beinni. Framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á akreinar fyrir almenna bílaumferð heldur verði miðeyja minnkuð. Hér má sjá kaflann sem um ræðir.Reykjavíkurborg Eins og staðan er fari Strætó ekki þarna um núna af því að umferðin sé of hæg á annatímum og engar biðstöðvar Strætó séu á þessum slóðum. Í dag aki strætisvagnar upp Miklubraut, fram hjá Kringlu og svo vestur eftir Háaleitisbraut og beygi síðan norður Kringlumýrarbraut. Boðið út fyrir vorið Loks segir í tilkynningu að unnið hafi verið að greiningu á umferðarástandi, veitulögnum og samspili við aðrar framkvæmdir á þessum vegkafla. Vinna við verkhönnun og útboðsgögn sé framundan en vonast sé til að hægt verði að bjóða út fyrsta hluta framkvæmda út fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir á strætórein í suðurátt í framhaldinu.
Strætó Samgöngur Umferð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira