Ríkið sýknað í Geysismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 14:28 Ríkið komst að samkomulagi um kaup á svæðinu við landeigendur árið 2016. Árið 2019 lá matsgerð um verð fyrir landsvæðið fyrir, rúmur milljarður. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði. Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins. Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins.
Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“