Innlent

Þau eru til­nefnd sem fram­úr­skarandi ungir Ís­lendingar 2021

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Á myndinni eru þau sem tilnefnd eru til verðlaunanna.
Á myndinni eru þau sem tilnefnd eru til verðlaunanna. JCI Ísland

Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi.

Hver sem er getur tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending, en auglýst er eftir tilnefningum á hverju ári. Sérstök dómnefnd fer svo yfir tilnefningarnar og velur tíu í lokahóp.

Dómnefndina skipaði Elísabet Brynjarsdóttir, framúrskarandi ungur Íslendingur 2020 og fyrrum framkvæmdastjóri Frúar Ragnheiðar, Eyvindur Elí Albertsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og senator JCI, Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og Ríkey Jóna Eiríksdóttir, landsforseti JCI 2021.

Eftirfarandi Íslendingar hljóta viðurkenningu í ár:

Björt Sigfinnsdóttir

Störf /afrek á sviði menningar

Chanel Björk Sturludóttir

Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Eyþór Máni Steinarsson

Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði

Hanna Ragnarsdóttir

Störf á sviði tækni og vísinda

Heiðrún Birna Rúnarsdóttir

Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála

Isabel Alejandra Diaz

Leiðtogar/afrek á sviði menntamála

Sindri Geir Óskarsson

Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir

Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Þórunn Eva G Pálsdóttir

Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Verðlaunin verða veitt 24. nóvember næstkomandi og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenda verðlaunin.

Meðal fyrrum vinningshafar eru:

Ingileif Friðriksdóttir

Pétur Halldórsson

Ævar Þór Benediktsson

Tara Ösp Tjörvadóttir

Rakel Garðarsdóttir

Sævar Helgi Bragason

Guðmundur Stefán Gunnarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×