Ekkert leyndarmál að við erum í vandræðum sóknarlega Andri Már Eggertsson skrifar 20. nóvember 2021 17:56 Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var svekktur eftir leik Vísir/Vilhelm HK tapaði naumlega gegn Stjörnunni með tveimur mörkum 23-25. Leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik. „Með smá meiri skynsemi og yfirvegun værum við auðveldlega með 6-8 stig. Við munum halda áfram að reyna þar til stigin koma. Það er auðveldara að skíttapa heldur en að tapa alltaf naumlega.“ „Það er ekkert leyndarmál að við erum í vandræðum sóknarlega. Við söknum Kristjáns Ottós Hjálmssonar,“ sagði Sebastian gríðarlega svekktur eftir leik. Sebastian taldi að hans lið þyrfti að vinna betur gegn liðum sem spila langar og rólegar sóknir. „Bæði Selfoss og Stjarnan koma hingað og halda hraða leiksins í algjöru lágmarki sem er vonbrigði. Við þurfum að vera betri í að leysa það. Ég skil sjónarmið andstæðingsins. Sebastian var ánægður með varnarleik HK í leiknum og skoraði Stjarnan fyrsta mark sitt eftir átta mínútna leik. „Ég hef talað um það allt tímabilið að vörnin okkar er góð og stundum fylgir markvarslan með. Auðvitað koma augnablik þar sem vörnin lítur illa út en heilt yfir er hún góð.“ HK skoraði aðeins eitt mark á síðustu fimm mínútum leiksins og virtist HK vanta leikmann til að taka af skarið. „Hver ætlar að þora þegar allt er undir er verkefni sem við erum að vinna í. Menn eru smeykir við að taka lokaskotið og fara inn í klefa sem skúrkar. Við erum með yngsta liðið í deildinni og þetta mun koma,“ sagði Sebastian að lokum. HK Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
„Með smá meiri skynsemi og yfirvegun værum við auðveldlega með 6-8 stig. Við munum halda áfram að reyna þar til stigin koma. Það er auðveldara að skíttapa heldur en að tapa alltaf naumlega.“ „Það er ekkert leyndarmál að við erum í vandræðum sóknarlega. Við söknum Kristjáns Ottós Hjálmssonar,“ sagði Sebastian gríðarlega svekktur eftir leik. Sebastian taldi að hans lið þyrfti að vinna betur gegn liðum sem spila langar og rólegar sóknir. „Bæði Selfoss og Stjarnan koma hingað og halda hraða leiksins í algjöru lágmarki sem er vonbrigði. Við þurfum að vera betri í að leysa það. Ég skil sjónarmið andstæðingsins. Sebastian var ánægður með varnarleik HK í leiknum og skoraði Stjarnan fyrsta mark sitt eftir átta mínútna leik. „Ég hef talað um það allt tímabilið að vörnin okkar er góð og stundum fylgir markvarslan með. Auðvitað koma augnablik þar sem vörnin lítur illa út en heilt yfir er hún góð.“ HK skoraði aðeins eitt mark á síðustu fimm mínútum leiksins og virtist HK vanta leikmann til að taka af skarið. „Hver ætlar að þora þegar allt er undir er verkefni sem við erum að vinna í. Menn eru smeykir við að taka lokaskotið og fara inn í klefa sem skúrkar. Við erum með yngsta liðið í deildinni og þetta mun koma,“ sagði Sebastian að lokum.
HK Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira