„Því miður erum við núna á þeim stað í faraldrinum að við getum hæglega búist við því að hann kosti okkur mannslíf og muni þróast á sama hátt og annars staðra í heiminum,“ er haft eftir landlækni Grænlands Henrik L. Hansen í grænlenska miðlinum Sermitsiaq.
Í Grænlandi búa um 56 þúsund manns en þar hafa ekki nema rúmlega 1.200 greinst smitaðir af veirunni síðan við upphaf faraldursins.
Nýjasta bylgjan hefur verið á mikilli uppleið þar síðustu daga eins og víðast hvar í Evrópu.