Bólusetning réttlætanleg skylda: „Við höfum þjáðst nægilega mikið“ Snorri Másson skrifar 21. nóvember 2021 22:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, furðar sig á að enn sé ekki búið að fjölga gjörgæslurýmum á Landspítala eins og boðað hefur verið. Hágæslurými sem heilbrigðisráðherra kynnti í ágúst eiga að vera tekin í notkun fyrst í desember. „Ég er ekki sáttur við það hversu lengi það hefur tekið, hve illa hefur tekist að auka fjölda þeirra rýma upp á síðkastið. Við erum búin að búa við þessa farsótt í næstum tvö ár og enn er ekki búið að auka gjörgæslurými að því marki sem við þurfum. Það er ekki nóg að sitja á rökstólum og ræða þetta. Þetta er spurning um að bretta upp ermarnar og gera þetta, það er ekki flókið,“ segir Kári. Í viðtali við fréttastofu sem má horfa á hér að neðan er farið yfir sviðið með Kára og meðal annars komið inn á bólusetningarskyldu, sem er til umræðu víða um heim. Forréttindi að fá að vinna á spítalanum Ástand Landspítalans er einkar bágt að sögn starfsmanna þar. Til þess að reka fyrsta flokks sjúkrahús á svona tímum, þurfa yfirvöld að setja í það meira fé, að sögn Kára. Hann óttast þó ekki sérstaklega um starfsaðstæður heilbrigðisstarfsmannanna. „Ég efast um að það sé mikið um að fólk hafi ekki fengið helgarfrí í langan tíma en ég efast heldur ekki um að þetta fólk hafi þurft að leggja töluvert á sig. En það eru forréttindi að fá að vera í þeirri stétt sem er að bjarga okkur í gegnum þessa farsótt. Ég vorkenni ekki starfsfólki spítalans, ég held að það hljóti að vera að fara í gegnum tiltölulega góðan tíma í sínu lífi því allt í einu er öllum það ljóst að þetta samfélag gengur ekki án þeirra,“ segir Kári. Aðeins 50 hafa mátt koma saman í rúma viku en undantekningalítið greinast enn vel á annað hundrað með Covid-19 daglega. Álagið er sífellt meira á sjúkrahúsinu. „Ég held að þær takmarkanir á hegðun fólks sem við höfum núna þær dugi ekki til. Við vitum hins vegar hvað þarf, við fórum í gegnum það á síðasta ári. Eitt af því sem ég held að menn verði að velta fyrir sér alvarlega, er hvort við eigum ekki að fara niður í þessar stífustu takmarkanir sem voru á síðasta ári í örskamman tíma, tvær vikur eða svo. Svo getum við létt á þeim en gert kröfu um að allir séu með sóttvarnagrímur,“ segir Kári. Við höfum þjáðst - bólusetningarskylda? Íslenskir stjórnmálamenn hafa hingað til ekki talað fyrir bólusetningarskyldu. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með 79% fullbólusettra. Spánn, Argentína, Portúgal og Chile eru ofar á listanum. Samkvæmt nýjum rannsóknum getur bólusetning með þremur skömmtum mögulega komið að verulegu leyti í veg fyrir smit, en ekki aðeins alvarleg veikindi. Það er breytt staða. „Þannig að það er komin miklu ríkari ástæða fyrir því að velta þessari spurningu fyrir sér. Mér finnst persónulega eins og það sé drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig. Ekki vegna hagsmuna okkar sem einstaklinga heldur vegna hagsmuna samfélagsins. Ég myndi ekki gráta það ef þess yrði krafist af fólki að það færi í bólusetningu. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem fyndist það mikill fasismi og ljótt að krefjast þess að fara í bólusetningu,“ segir Kári. „Ég held því fram að bólusetning sé réttlætanleg skylda. Síðan liggur það í auga hvers manns hvort hann lítur á það sem fasisma eða ekki. Ég myndi ekki gera það, ósköp einfaldlega ekki. Ég held því fram að við höfum þjáðst nægilega mikið af þessari farsótt til að réttlæta það ef þessi bólusetning er að ná utan um það, að við eigum öll að undirgangast bólusetningu,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld. 21. nóvember 2021 11:34 Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. 20. nóvember 2021 22:20 Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Ég er ekki sáttur við það hversu lengi það hefur tekið, hve illa hefur tekist að auka fjölda þeirra rýma upp á síðkastið. Við erum búin að búa við þessa farsótt í næstum tvö ár og enn er ekki búið að auka gjörgæslurými að því marki sem við þurfum. Það er ekki nóg að sitja á rökstólum og ræða þetta. Þetta er spurning um að bretta upp ermarnar og gera þetta, það er ekki flókið,“ segir Kári. Í viðtali við fréttastofu sem má horfa á hér að neðan er farið yfir sviðið með Kára og meðal annars komið inn á bólusetningarskyldu, sem er til umræðu víða um heim. Forréttindi að fá að vinna á spítalanum Ástand Landspítalans er einkar bágt að sögn starfsmanna þar. Til þess að reka fyrsta flokks sjúkrahús á svona tímum, þurfa yfirvöld að setja í það meira fé, að sögn Kára. Hann óttast þó ekki sérstaklega um starfsaðstæður heilbrigðisstarfsmannanna. „Ég efast um að það sé mikið um að fólk hafi ekki fengið helgarfrí í langan tíma en ég efast heldur ekki um að þetta fólk hafi þurft að leggja töluvert á sig. En það eru forréttindi að fá að vera í þeirri stétt sem er að bjarga okkur í gegnum þessa farsótt. Ég vorkenni ekki starfsfólki spítalans, ég held að það hljóti að vera að fara í gegnum tiltölulega góðan tíma í sínu lífi því allt í einu er öllum það ljóst að þetta samfélag gengur ekki án þeirra,“ segir Kári. Aðeins 50 hafa mátt koma saman í rúma viku en undantekningalítið greinast enn vel á annað hundrað með Covid-19 daglega. Álagið er sífellt meira á sjúkrahúsinu. „Ég held að þær takmarkanir á hegðun fólks sem við höfum núna þær dugi ekki til. Við vitum hins vegar hvað þarf, við fórum í gegnum það á síðasta ári. Eitt af því sem ég held að menn verði að velta fyrir sér alvarlega, er hvort við eigum ekki að fara niður í þessar stífustu takmarkanir sem voru á síðasta ári í örskamman tíma, tvær vikur eða svo. Svo getum við létt á þeim en gert kröfu um að allir séu með sóttvarnagrímur,“ segir Kári. Við höfum þjáðst - bólusetningarskylda? Íslenskir stjórnmálamenn hafa hingað til ekki talað fyrir bólusetningarskyldu. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með 79% fullbólusettra. Spánn, Argentína, Portúgal og Chile eru ofar á listanum. Samkvæmt nýjum rannsóknum getur bólusetning með þremur skömmtum mögulega komið að verulegu leyti í veg fyrir smit, en ekki aðeins alvarleg veikindi. Það er breytt staða. „Þannig að það er komin miklu ríkari ástæða fyrir því að velta þessari spurningu fyrir sér. Mér finnst persónulega eins og það sé drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig. Ekki vegna hagsmuna okkar sem einstaklinga heldur vegna hagsmuna samfélagsins. Ég myndi ekki gráta það ef þess yrði krafist af fólki að það færi í bólusetningu. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem fyndist það mikill fasismi og ljótt að krefjast þess að fara í bólusetningu,“ segir Kári. „Ég held því fram að bólusetning sé réttlætanleg skylda. Síðan liggur það í auga hvers manns hvort hann lítur á það sem fasisma eða ekki. Ég myndi ekki gera það, ósköp einfaldlega ekki. Ég held því fram að við höfum þjáðst nægilega mikið af þessari farsótt til að réttlæta það ef þessi bólusetning er að ná utan um það, að við eigum öll að undirgangast bólusetningu,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld. 21. nóvember 2021 11:34 Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. 20. nóvember 2021 22:20 Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld. 21. nóvember 2021 11:34
Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. 20. nóvember 2021 22:20
Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26