Innlent

Eldur í gardínum í íbúð við Álfta­mýri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í blokkaríbúð í Álftamýri í gærkvöldi. Tilkynning barst slökkviliðinu um að gardínur íbúðarinnar stæðu í ljósum logum og var allt tiltækt lið sent á vettvang.

Slökkvilið segir frá því í Facebook-færslu á síðu sinni að þegar fyrsti bíll hafi mætt á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn væri viðráðanlegur og því hafi hinir bílarnir verið afturkallaðir.

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en einn íbúi var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Að öðru leyti var nóg að gera í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu síðastliðinn sólarhring og alls urðu þeir 120 talsins. Þar af voru 35 verkefni tengd Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×