Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA. Af hverju er verðbólga að aukast á Íslandi? Hér eru nokkrar staðreyndir. Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á innlenda verðbólgu og mun gera það áfram. Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því þrýsta á verðlag og verðbólgu vegna aukins vaxtakostnaðar fyrirtækja og minni kaupmátt heimila sem þrýstir á hærri laun til að standa undir hærri kostnaði við að lifa. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði og gengissveiflur, en húsnæðisverð hefur hækkað um 17% síðustu 12 mánuði, hafa keyrt verðbólguna langt yfir markmið Seðlabankans. Ekki launahækkanir. Sú launastefna sem hefur verið rekin síðustu 12 ár hefur skilað 4% kaupmætti að jafnaði á ári án þess að hér hafi verið mikil verðbólga. OMX10 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 33% frá áramótum. Ef launakostnaður væri svona íþyngjandi hjá fyrirtækjunum þá hefði hagnaður þeirra átt að lækka en hann hefur þvert á móti hækkað og afkoma fyrirtækja sjaldan eða aldrei verið betri. Miðað við uppgjör fyrirtækja í kauphöllinni þá geta þau vel staðið undir hækkun launa. Þessar staðreyndir benda ekki til þess að fyrirtækin séu að kikna undan launakostnaði eða trú markaðarins að kjarasamningar og hagvaxtarauki munu ganga af þeim dauðum. Launakostnaður skráðra fyrirtækja á markaði hefur lækkað sem hlutfall af veltu. Þrátt fyrir það sem lýst er að ofan glymja í fréttum að komandi launahækkanir mun sliga fyrirtækin hér á landi! Þennan söng höfum við oft heyrt áður og var hann nokkuð hávær fyrir síðustu kjarasamningsbundnu launhækkanir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samningsbundnar launahækkanir muni auka launakostnaðinn hjá Festi hf. (Krónan, N1, Elko) um 9% og má skilja að það hafi ekki efni á að hækka launin á næsta ári án þess að hækka vöruverð eða að segja upp starfsfólki. Þó öðru máli gegni um bónusgreiðslur og ofurlaun til æðstu stjórnenda. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir fyrir þetta góða fyrirtæki. 9% hærri launkostnaður fyrir Festi er hækkun á launakostnaði um 910 m.kr. á tólf mánaða tímabili. Hagnaður Festis hf. fyrstu níu mánuð þessa árs var 3,6 milljarðar á meðan hann var 1,7 milljarður árið á undan og árið 2019 var hann um 2 milljarðar. Hagnaður hefur aukist um 1,9 milljarða milli ára eða um 106% frá árinu á 2020 og frá 2019 hefur hagnaður aukist um 73% eða um 1,6 milljarða. Eins og sést á þessum tölum hefur Festi ráðið vel við þær launahækkanir sem hafa orðið á þessu ári og gert gott betur. Enda metur hlutbréfamarkaðurinn það ekki svo að fyrirtækið sé að sligast undan of miklum launakostnaði en verð þess á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 27% á þessu ári. Miðað við afkomuspá félagsins má áætla að hagnaður þessa árs verði um 4,5 milljarðar sem er aukning frá fyrra ári um 2,2 milljarða eða um 100% aukning á milli ára. Miðað við afkomu félagsins á þessu ári ræður það mjög vel við komandi launahækkanir á næsta ári. En sá kostnaðarauki er einungis um 40% af þeim hagnaðarauka sem hefur orðið á þessu ári miðað við árið á undan og um 20% af þeim hagnaði sem áætla má að verði á þessu ári. Við getum vel skipt þeim ábata sem hefur orðið til hjá Festi hf. milli starfsmanna og eiganda án þess að hreyfa við vöruverði til neytenda. Svo má spyrja hvort þessi mikli og aukni hagnaður sé komin til vegna hærri álagningu sem aftur setur þá spurningu fram hvort laun séu að elta verðbólgu eða öfugt? Það verður spennandi að fara í komandi kjaraviðræður þegar fyrirtækjum eins og Festi hf. gengur jafnvel og raun ber vitni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaramál Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA. Af hverju er verðbólga að aukast á Íslandi? Hér eru nokkrar staðreyndir. Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á innlenda verðbólgu og mun gera það áfram. Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því þrýsta á verðlag og verðbólgu vegna aukins vaxtakostnaðar fyrirtækja og minni kaupmátt heimila sem þrýstir á hærri laun til að standa undir hærri kostnaði við að lifa. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði og gengissveiflur, en húsnæðisverð hefur hækkað um 17% síðustu 12 mánuði, hafa keyrt verðbólguna langt yfir markmið Seðlabankans. Ekki launahækkanir. Sú launastefna sem hefur verið rekin síðustu 12 ár hefur skilað 4% kaupmætti að jafnaði á ári án þess að hér hafi verið mikil verðbólga. OMX10 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 33% frá áramótum. Ef launakostnaður væri svona íþyngjandi hjá fyrirtækjunum þá hefði hagnaður þeirra átt að lækka en hann hefur þvert á móti hækkað og afkoma fyrirtækja sjaldan eða aldrei verið betri. Miðað við uppgjör fyrirtækja í kauphöllinni þá geta þau vel staðið undir hækkun launa. Þessar staðreyndir benda ekki til þess að fyrirtækin séu að kikna undan launakostnaði eða trú markaðarins að kjarasamningar og hagvaxtarauki munu ganga af þeim dauðum. Launakostnaður skráðra fyrirtækja á markaði hefur lækkað sem hlutfall af veltu. Þrátt fyrir það sem lýst er að ofan glymja í fréttum að komandi launahækkanir mun sliga fyrirtækin hér á landi! Þennan söng höfum við oft heyrt áður og var hann nokkuð hávær fyrir síðustu kjarasamningsbundnu launhækkanir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samningsbundnar launahækkanir muni auka launakostnaðinn hjá Festi hf. (Krónan, N1, Elko) um 9% og má skilja að það hafi ekki efni á að hækka launin á næsta ári án þess að hækka vöruverð eða að segja upp starfsfólki. Þó öðru máli gegni um bónusgreiðslur og ofurlaun til æðstu stjórnenda. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir fyrir þetta góða fyrirtæki. 9% hærri launkostnaður fyrir Festi er hækkun á launakostnaði um 910 m.kr. á tólf mánaða tímabili. Hagnaður Festis hf. fyrstu níu mánuð þessa árs var 3,6 milljarðar á meðan hann var 1,7 milljarður árið á undan og árið 2019 var hann um 2 milljarðar. Hagnaður hefur aukist um 1,9 milljarða milli ára eða um 106% frá árinu á 2020 og frá 2019 hefur hagnaður aukist um 73% eða um 1,6 milljarða. Eins og sést á þessum tölum hefur Festi ráðið vel við þær launahækkanir sem hafa orðið á þessu ári og gert gott betur. Enda metur hlutbréfamarkaðurinn það ekki svo að fyrirtækið sé að sligast undan of miklum launakostnaði en verð þess á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 27% á þessu ári. Miðað við afkomuspá félagsins má áætla að hagnaður þessa árs verði um 4,5 milljarðar sem er aukning frá fyrra ári um 2,2 milljarða eða um 100% aukning á milli ára. Miðað við afkomu félagsins á þessu ári ræður það mjög vel við komandi launahækkanir á næsta ári. En sá kostnaðarauki er einungis um 40% af þeim hagnaðarauka sem hefur orðið á þessu ári miðað við árið á undan og um 20% af þeim hagnaði sem áætla má að verði á þessu ári. Við getum vel skipt þeim ábata sem hefur orðið til hjá Festi hf. milli starfsmanna og eiganda án þess að hreyfa við vöruverði til neytenda. Svo má spyrja hvort þessi mikli og aukni hagnaður sé komin til vegna hærri álagningu sem aftur setur þá spurningu fram hvort laun séu að elta verðbólgu eða öfugt? Það verður spennandi að fara í komandi kjaraviðræður þegar fyrirtækjum eins og Festi hf. gengur jafnvel og raun ber vitni. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar