Öfgalaust Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 23. nóvember 2021 11:01 Á netsíðu Vísis í gær er birt opið bréf til mín í tilefni af litlum pistli sem ég fékk birtan í Morgunblaðinu 18. nóvember. Sendendur bréfsins eru sex konur sem vilja kenna sig við öfgar. Mér finnst að þær ættu ekki að gera það, enda fæ ég ekki betur séð en sjónarmið þeirra séu að mörgu leyti öfgalaus, þó að mér sé gert rangt til og ætlaðar meiningar sem ég kannast ekki við og hef aldrei borið fram. Rétt er að hafa nokkur orð um þetta. Grein mín hafði inni að halda hvatningu til þeirra sem útsettir eru fyrir hættu á að verða beittir kynferðisofbeldi sem og hinna sem gætu orðið ofbeldismenn. Var þessu fólki bent á að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir brotin eða að minnsta kosti að fækka þeim, því kannski getum við aldrei komið í veg fyrir að þau verði framin. Ég kann ekki að vísa til vísindalegra kannana máli mínu til stuðnings, en ég er samt sannfærður um að þorri kynferðisbrota er framinn af drukknum ofbeldismönnum á drukknum fórnarlömbum þeirra. Stundum er ástæða til að ætla að sá sem ofbeldinu beitir, myndi ekki gera það ef hann væri ekki undir áhrifum vímugjafa. Brotin eru yfirleitt ekki framin á veitingahúsum eða úti á götu. Þau eru mörg framin í heimahúsum, eftir að ofbeldismanninum hefur tekist að lokka fórnarlambið með sér þangað. Stundum hefur hann að sögn líka blandað ólyfjan í drykki brotaþolans til að deyfa hann og draga úr afli hans til andstöðu. Þetta er auðvitað skelfilegt og við ættum öll að sameinast í baráttu gegn þessu framferði með eða án öfga. Ofbeldi innan fjölskyldna er erfiðara viðfangs, því þar hafa hrottarnir oft eins konar yfirráð yfir fórnarlömbum sínum. Samt hljótum við að leita leiða til að draga úr heimilisofbeldinu. Það er auðvitað grófur útúrsnúningur úr orðum mínu að telja mig vilja gera fórnarlömbin ábyrg fyrir brotunum, sem þau hafa mátt þola. Það er satt að segja furðulegt að sjá ábyrgar öfgakonur gera þessu skóna. Fyrir mér vakti aðeins að reyna að fækka þessum alvarlegu brotum, þó að erfitt sé að finna leiðir sem virka í þá átt. Þegar álitamál er uppi er oft gagnlegt að stilla upp öfgadæmi, til að átta sig á grundvallaratriðunum. Segjum til að mynda að konur stunduðu það að innbyrða sjálfviljugar, áður en þær færu út á skemmta sér, lyfin sem ofbeldismenn nota til að koma vilja sínum fram við þær. Væri ekki við hæfi að hvetja konur til þess að hætta því, svo þær væru ekki varnar- og meðvitundarlausar á skemmtistöðum borgarinnar? Væri sú hvatning fallin til þess að varpa ábyrgð kvenna á þeim glæpum sem þær yrðu fyrir á þær sjálfar? Nei, því jafnvel þá bæru þolendur enga ábyrgð á verknaði gerendanna, þótt draga hefði mátt úr líkum á brotunum. Ég er sammála öfgakonum um að hvorki karlar né konur eigi að fremja ofbeldisbrot á öðru fólki. Best væri ef unnt yrði að uppræta þau með öllu en því miður er ekki sjáanlegt að slíkt sé hægt. Grein mín var skrifuð í þeim tilgangi að reyna að fækka slíkum brotum. Ábyrgð á ofbeldinu hvílir á brotamanni en ekki öðrum. Með vinsemd beini ég því til ykkar að ætla mér ekki skoðanir í aðra átt. Ástandið í þessum málum er hins vegar klárlega þannig að ég hvet stúlkur, sem mér þykir vænt um, að hafa varann á sér í umgengni við karlmenn sem þær eru kannski að hitta í fyrsta sinn á skemmtistað. Ég hika ekki við að benda þeim á að þær geti stundum beitt aðferðum sem draga úr líkum á að brotið verði á þeim, m.a. með því að skerða ekki dómgreind sína með neyslu vímugjafa. Og ég mun halda því áfram. Verði þær hins vegar fyrir því að brotið sé á þeim, mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim að fást við eftirköstin m.a. með því að brýna fyrir þeim að ábyrgðin og skömmin sé ekki þeirra, heldur eingöngu brotamannsins. Og það eins þó að þær hafi verið drukknar. Verði grein mín til þess að forða einni nauðgun yrði ég sáttur. En þetta munum við aldrei fá að vita, hvorki ég né öfgakonurnar. Við skulum samt taka höndum saman um að gera það sem við getum til að fækka ofbeldisbrotum. Sumir telja það stundum geta orðið málstað til framdráttar að búa til andstæðing jafnvel með því að skrökva á hann sökum. Það er misskilningur hjá ykkur ef þið haldið að þessi aðferð sé vænleg gagnvart mér. Ég hef skömm á ofbeldismönnum og er miklu fremur samherji ykkar en fjandmaður. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Kynferðisofbeldi Áfengi og tóbak Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Svar við pistli Jóns Steinars í Morgunblaðinu 18. nóvember Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. 22. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á netsíðu Vísis í gær er birt opið bréf til mín í tilefni af litlum pistli sem ég fékk birtan í Morgunblaðinu 18. nóvember. Sendendur bréfsins eru sex konur sem vilja kenna sig við öfgar. Mér finnst að þær ættu ekki að gera það, enda fæ ég ekki betur séð en sjónarmið þeirra séu að mörgu leyti öfgalaus, þó að mér sé gert rangt til og ætlaðar meiningar sem ég kannast ekki við og hef aldrei borið fram. Rétt er að hafa nokkur orð um þetta. Grein mín hafði inni að halda hvatningu til þeirra sem útsettir eru fyrir hættu á að verða beittir kynferðisofbeldi sem og hinna sem gætu orðið ofbeldismenn. Var þessu fólki bent á að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir brotin eða að minnsta kosti að fækka þeim, því kannski getum við aldrei komið í veg fyrir að þau verði framin. Ég kann ekki að vísa til vísindalegra kannana máli mínu til stuðnings, en ég er samt sannfærður um að þorri kynferðisbrota er framinn af drukknum ofbeldismönnum á drukknum fórnarlömbum þeirra. Stundum er ástæða til að ætla að sá sem ofbeldinu beitir, myndi ekki gera það ef hann væri ekki undir áhrifum vímugjafa. Brotin eru yfirleitt ekki framin á veitingahúsum eða úti á götu. Þau eru mörg framin í heimahúsum, eftir að ofbeldismanninum hefur tekist að lokka fórnarlambið með sér þangað. Stundum hefur hann að sögn líka blandað ólyfjan í drykki brotaþolans til að deyfa hann og draga úr afli hans til andstöðu. Þetta er auðvitað skelfilegt og við ættum öll að sameinast í baráttu gegn þessu framferði með eða án öfga. Ofbeldi innan fjölskyldna er erfiðara viðfangs, því þar hafa hrottarnir oft eins konar yfirráð yfir fórnarlömbum sínum. Samt hljótum við að leita leiða til að draga úr heimilisofbeldinu. Það er auðvitað grófur útúrsnúningur úr orðum mínu að telja mig vilja gera fórnarlömbin ábyrg fyrir brotunum, sem þau hafa mátt þola. Það er satt að segja furðulegt að sjá ábyrgar öfgakonur gera þessu skóna. Fyrir mér vakti aðeins að reyna að fækka þessum alvarlegu brotum, þó að erfitt sé að finna leiðir sem virka í þá átt. Þegar álitamál er uppi er oft gagnlegt að stilla upp öfgadæmi, til að átta sig á grundvallaratriðunum. Segjum til að mynda að konur stunduðu það að innbyrða sjálfviljugar, áður en þær færu út á skemmta sér, lyfin sem ofbeldismenn nota til að koma vilja sínum fram við þær. Væri ekki við hæfi að hvetja konur til þess að hætta því, svo þær væru ekki varnar- og meðvitundarlausar á skemmtistöðum borgarinnar? Væri sú hvatning fallin til þess að varpa ábyrgð kvenna á þeim glæpum sem þær yrðu fyrir á þær sjálfar? Nei, því jafnvel þá bæru þolendur enga ábyrgð á verknaði gerendanna, þótt draga hefði mátt úr líkum á brotunum. Ég er sammála öfgakonum um að hvorki karlar né konur eigi að fremja ofbeldisbrot á öðru fólki. Best væri ef unnt yrði að uppræta þau með öllu en því miður er ekki sjáanlegt að slíkt sé hægt. Grein mín var skrifuð í þeim tilgangi að reyna að fækka slíkum brotum. Ábyrgð á ofbeldinu hvílir á brotamanni en ekki öðrum. Með vinsemd beini ég því til ykkar að ætla mér ekki skoðanir í aðra átt. Ástandið í þessum málum er hins vegar klárlega þannig að ég hvet stúlkur, sem mér þykir vænt um, að hafa varann á sér í umgengni við karlmenn sem þær eru kannski að hitta í fyrsta sinn á skemmtistað. Ég hika ekki við að benda þeim á að þær geti stundum beitt aðferðum sem draga úr líkum á að brotið verði á þeim, m.a. með því að skerða ekki dómgreind sína með neyslu vímugjafa. Og ég mun halda því áfram. Verði þær hins vegar fyrir því að brotið sé á þeim, mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þeim að fást við eftirköstin m.a. með því að brýna fyrir þeim að ábyrgðin og skömmin sé ekki þeirra, heldur eingöngu brotamannsins. Og það eins þó að þær hafi verið drukknar. Verði grein mín til þess að forða einni nauðgun yrði ég sáttur. En þetta munum við aldrei fá að vita, hvorki ég né öfgakonurnar. Við skulum samt taka höndum saman um að gera það sem við getum til að fækka ofbeldisbrotum. Sumir telja það stundum geta orðið málstað til framdráttar að búa til andstæðing jafnvel með því að skrökva á hann sökum. Það er misskilningur hjá ykkur ef þið haldið að þessi aðferð sé vænleg gagnvart mér. Ég hef skömm á ofbeldismönnum og er miklu fremur samherji ykkar en fjandmaður. Höfundur er lögmaður.
Svar við pistli Jóns Steinars í Morgunblaðinu 18. nóvember Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. 22. nóvember 2021 20:00
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun