Launamunurinn geti vel skýrst af hálaunastörfum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. nóvember 2021 12:07 Sonja Ýr og Aðalsteinn Baldursson eru ekki sammála um réttar áherslur í launaþróun á Íslandi. Enda í umboði fyrir sitthvorn hópinn. vísir/vilhelm Formaður BSRB harmar gagnrýni innan úr röðum Starfsgreinasambandsins og segir ekki hægt að þá staðreynd í efa að opinberir starfsmenn séu lægra launaðir að meðaltali. Hún útilokar þó ekki að þetta eigi aðallega við hálaunastörf en þau þurfi þá að hækka hjá hinu opinbera. BSRB hefur lengi talað fyrir því að laun verði jöfnuð milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Sú krafa á rætur sínar að rekja til þess þegar iðgjöld á almennum vinnumarkaði breyttust fyrir nokkrum árum en opinberir starfsmenn litu á það sem skerðingu á sínum réttindum. „Og í staðinn fengum við þetta loforð um að það yrði farið í þá vinnu að jafna launin milli markaða. Af því að það hefur gjarnan líka verið litið svo á að launin séu lægri á opinberum vinnumarkaði,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfshópur hafi verið skipaður og hann farið í vinnu við að greina launamuninn. Samkvæmt útreikningum BSRB sem byggjast á tölum frá Hagstofunni sé munurinn 17 prósent að meðaltali, opinberum starfsmönnum í óhag. Áhersla á að hækka hæstu launin Þessi málflutningur BSRB vakti hörð viðbrögð eins stjórnarmanns Starfsgreinasambandsins, Aðalsteins Árna Baldurssonar, í gær. Hann kallaði þetta áróður hjá BSRB sem gæti skaðað láglaunafólk á almennum vinnumarkaði. Launamunurinn ætti aðeins við um hálaunastörf en þegar litið væri til láglaunastarfa, sem flestir hans félagsmenn sinna, væru opinberir starfsmenn mun betur settir. „Það hefur náttúrulega komið mjög skýrt fram að þegar það er verið að vísa til 17 prósenta þá sé það meðaltal og ég held að það liggi bara í hlutarins eðli að það eigi þá ekki við alla hópana heldur er bara misjafnt á milli hópa,“ segir Sonja. Það geti því vel verið rétt hjá Aðalsteini að jöfnun launa milli markaða muni aðallega snúa að þeim hæst launuðu hjá hinu opinbera. „Sko hlutverk þessa starfshóps er að leiðrétta þann launamun sem er til staðar og er opinberum starfsmönnum í óhag,“ segir Sonja. Það má skilja á henni að ef það komi út úr greiningarvinnu starfshóps BSRB að munurinn sé í hæst launuðu störfunum verði samt sem áður að leiðrétta þann mun. Hvað varði lægst launuðu hópana á almennum vinnumarkaði verði Starfsgreinasambandið að eiga kröfur sínar um launahækkanir við Samtök atvinnulífsins. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Norðurþing Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
BSRB hefur lengi talað fyrir því að laun verði jöfnuð milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Sú krafa á rætur sínar að rekja til þess þegar iðgjöld á almennum vinnumarkaði breyttust fyrir nokkrum árum en opinberir starfsmenn litu á það sem skerðingu á sínum réttindum. „Og í staðinn fengum við þetta loforð um að það yrði farið í þá vinnu að jafna launin milli markaða. Af því að það hefur gjarnan líka verið litið svo á að launin séu lægri á opinberum vinnumarkaði,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfshópur hafi verið skipaður og hann farið í vinnu við að greina launamuninn. Samkvæmt útreikningum BSRB sem byggjast á tölum frá Hagstofunni sé munurinn 17 prósent að meðaltali, opinberum starfsmönnum í óhag. Áhersla á að hækka hæstu launin Þessi málflutningur BSRB vakti hörð viðbrögð eins stjórnarmanns Starfsgreinasambandsins, Aðalsteins Árna Baldurssonar, í gær. Hann kallaði þetta áróður hjá BSRB sem gæti skaðað láglaunafólk á almennum vinnumarkaði. Launamunurinn ætti aðeins við um hálaunastörf en þegar litið væri til láglaunastarfa, sem flestir hans félagsmenn sinna, væru opinberir starfsmenn mun betur settir. „Það hefur náttúrulega komið mjög skýrt fram að þegar það er verið að vísa til 17 prósenta þá sé það meðaltal og ég held að það liggi bara í hlutarins eðli að það eigi þá ekki við alla hópana heldur er bara misjafnt á milli hópa,“ segir Sonja. Það geti því vel verið rétt hjá Aðalsteini að jöfnun launa milli markaða muni aðallega snúa að þeim hæst launuðu hjá hinu opinbera. „Sko hlutverk þessa starfshóps er að leiðrétta þann launamun sem er til staðar og er opinberum starfsmönnum í óhag,“ segir Sonja. Það má skilja á henni að ef það komi út úr greiningarvinnu starfshóps BSRB að munurinn sé í hæst launuðu störfunum verði samt sem áður að leiðrétta þann mun. Hvað varði lægst launuðu hópana á almennum vinnumarkaði verði Starfsgreinasambandið að eiga kröfur sínar um launahækkanir við Samtök atvinnulífsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Norðurþing Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira