Afskipti barnaverndar af atferli þeirra sem starfa með börnum Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:02 Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Katrín Helga Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar