Helena Sverrisdóttir: Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. nóvember 2021 19:01 Helena Sverrisdóttir segir það mjög svekkjandi að missa af leikjum bæði með Haukum og landsliðinu. Mynd/Skjáskot Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfubolta, varð fyrir meiðslum í Evrópuleik með Haukum í Portúgal á dögunum þar sem hún reif ytri liðþófa. Hún segir það ótrúlega svekkjandi að missa af leikjum, bæði með félagsliði sem og landsliði. „Ég reif sem sagt ytri liðþófann og þurfti að fara í speglun í framhaldi af því,“ sagði Helena í samtali við Stöð 2. „Ég er bara að vinna mig til baka eftir það og komst mjög fljótt í aðgerð. Ég er bara sjálf með sjúkraþjálfara og lækni sem eru að hjálpa mér og það gengur bara mjög vel.“ Helena segist verða klár í slaginn í lok árs. Hún segir einnig að það sé svekkjandi að geta ekki tekið þátt í leikjum með liði sínu. „Þetta tekur auðvitað bara smá tíma. Ég er aðeins byrjuð að skokka og hjóla og svona en ég finn alveg dagamun á mér og þarf bara að vera áfram dugleg með endurhæfinguna.“ „Sem íþróttamaður er auðvitað bara svekkjandi að missa af leikjum og hvað þá þegar það er Evrópukeppni og landsliðið og allt svoleiðis. En í gegnum ferilinn hef ég verið ótrúlega heppin með meiðsli þannig að kannski var bara kominn tími á að maður þyrfti að taka eitthvað smá á sig.“ „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa af, en vonandi kem ég bara góð til baka. Ég hlakka til að spila með Haukunum, en ég missi auðvitað af Evrópukeppninni. En það er nóg af leikjum framundan af því að það er búið að fresta miklu út af Evrópukeppninni. Þannig að ég held að janúar sé alveg stútfullur af leikjum hjá okkur.“ „Það tekur auðvitað tíma að koma sér aftur í leikform og svona en ég hlakka bara til að byrja að spila með stelpunum aftur.“ Helena meiddist í lok leiksins sem tryggði Haukum sæti í riðlinum í Evrópukeppninni og ítrekar það hversu svekkjandi það sé að missa af Evrópuleikjum liðsins. „Já, ég náttúrulega slasa mig í lokin á leiknum þar sem við tryggjum okkur áfram. Svo náði ég reyndar að spila tvo leiki en þá var þetta bara orðið það mikið að við þurftum að gera eitthvað í þessu.“ „En það segja það allir sem meiðast að auðvitað er þetta ótrúlega svekkjandi. En það er bara leiðinlegi parturinn við íþróttir að svona gerist, en þá þarf bara að halda áfram og njóta þess þegar kemur að því að spila aftur.“ Helena ætlaði sér fyrst að harka meiðslin af sér og halda áfram. „Við vorum ekki alveg viss þarna fyrst. Ég fór í myndatöku og það sást ekki almennilega hvað var að þannig að ég hvíldi í tvo leiki og var svo farin að spila aftur.“ „Síðan bara stíg ég eitthvað vitlaust í fótinn og hvort sem að ég hafi rifið aftur eða meira þá eða hvað það var þá sást það allavega betur eftir það. Ég var bara rosalega heppin með lækni sem sá þetta á myndinni og það voru ekkert allir sammála um að hann væri rifinn. Svo fór ég í speglun og þá sást það strax.“ Eins og flestir íþróttamenn er getur Helena ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn og hefur átt erfitt með að sitja aðgerðarlaus. „Fyrstu tvær vikurnar voru allir að segja mér að ég ætti að hvíla mig. Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt.“ „Maðir er líka bara orðin eldri og þarf að vera orðin klár. Þetta er bara einn líkami sem maður hefur og ef ég er að drífa sig þá á maður í hættu á að vera lengur frá. Þannig að ég er að passa mig að fara eftir því sem sjúkraþjálfarinn er að segja og vonandi gengur þetta hraðar en maður sér á pappírum.“ Helena og liðsfélagar hennar í Haukum ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er sett á alla þá titla sem í boði eru. „Já, það er planið. Við erum með frábært lið og góða þjálfara og frábært fólk í kringum liðið og stefnan er sett þangað já,“ sagði Helena að lokum. Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helen Sverris um meiðslin Haukar Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
„Ég reif sem sagt ytri liðþófann og þurfti að fara í speglun í framhaldi af því,“ sagði Helena í samtali við Stöð 2. „Ég er bara að vinna mig til baka eftir það og komst mjög fljótt í aðgerð. Ég er bara sjálf með sjúkraþjálfara og lækni sem eru að hjálpa mér og það gengur bara mjög vel.“ Helena segist verða klár í slaginn í lok árs. Hún segir einnig að það sé svekkjandi að geta ekki tekið þátt í leikjum með liði sínu. „Þetta tekur auðvitað bara smá tíma. Ég er aðeins byrjuð að skokka og hjóla og svona en ég finn alveg dagamun á mér og þarf bara að vera áfram dugleg með endurhæfinguna.“ „Sem íþróttamaður er auðvitað bara svekkjandi að missa af leikjum og hvað þá þegar það er Evrópukeppni og landsliðið og allt svoleiðis. En í gegnum ferilinn hef ég verið ótrúlega heppin með meiðsli þannig að kannski var bara kominn tími á að maður þyrfti að taka eitthvað smá á sig.“ „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa af, en vonandi kem ég bara góð til baka. Ég hlakka til að spila með Haukunum, en ég missi auðvitað af Evrópukeppninni. En það er nóg af leikjum framundan af því að það er búið að fresta miklu út af Evrópukeppninni. Þannig að ég held að janúar sé alveg stútfullur af leikjum hjá okkur.“ „Það tekur auðvitað tíma að koma sér aftur í leikform og svona en ég hlakka bara til að byrja að spila með stelpunum aftur.“ Helena meiddist í lok leiksins sem tryggði Haukum sæti í riðlinum í Evrópukeppninni og ítrekar það hversu svekkjandi það sé að missa af Evrópuleikjum liðsins. „Já, ég náttúrulega slasa mig í lokin á leiknum þar sem við tryggjum okkur áfram. Svo náði ég reyndar að spila tvo leiki en þá var þetta bara orðið það mikið að við þurftum að gera eitthvað í þessu.“ „En það segja það allir sem meiðast að auðvitað er þetta ótrúlega svekkjandi. En það er bara leiðinlegi parturinn við íþróttir að svona gerist, en þá þarf bara að halda áfram og njóta þess þegar kemur að því að spila aftur.“ Helena ætlaði sér fyrst að harka meiðslin af sér og halda áfram. „Við vorum ekki alveg viss þarna fyrst. Ég fór í myndatöku og það sást ekki almennilega hvað var að þannig að ég hvíldi í tvo leiki og var svo farin að spila aftur.“ „Síðan bara stíg ég eitthvað vitlaust í fótinn og hvort sem að ég hafi rifið aftur eða meira þá eða hvað það var þá sást það allavega betur eftir það. Ég var bara rosalega heppin með lækni sem sá þetta á myndinni og það voru ekkert allir sammála um að hann væri rifinn. Svo fór ég í speglun og þá sást það strax.“ Eins og flestir íþróttamenn er getur Helena ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn og hefur átt erfitt með að sitja aðgerðarlaus. „Fyrstu tvær vikurnar voru allir að segja mér að ég ætti að hvíla mig. Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt.“ „Maðir er líka bara orðin eldri og þarf að vera orðin klár. Þetta er bara einn líkami sem maður hefur og ef ég er að drífa sig þá á maður í hættu á að vera lengur frá. Þannig að ég er að passa mig að fara eftir því sem sjúkraþjálfarinn er að segja og vonandi gengur þetta hraðar en maður sér á pappírum.“ Helena og liðsfélagar hennar í Haukum ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er sett á alla þá titla sem í boði eru. „Já, það er planið. Við erum með frábært lið og góða þjálfara og frábært fólk í kringum liðið og stefnan er sett þangað já,“ sagði Helena að lokum. Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helen Sverris um meiðslin
Haukar Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira