Losa metfjölda olíutunna úr varaforða til að lækka eldsneytisverð Eiður Þór Árnason skrifar 23. nóvember 2021 23:58 Joe Biden fjallaði um stöðu efnahagsmála í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bandaríkin hyggist losa 50 milljónir olíutunna úr varaforða ríkisins á markað með það að markmiði að ná niður eldsneytisverði. Um er að ræða metfjölda en aðgerðin er unnin í samvinnu við stóra orkunotendur á borð við Indland, Bretland og Kína. Miklar verðhækkanir hafa sést á eldsneyti á heimsvísu og er verð nú yfir 50% hærra í Bandaríkjunum en það var í fyrra. „Þrátt fyrir að samanteknar aðgerðir okkar muni ekki leysa vanda hás eldsneytisverðs á einni nóttu, þá mun þetta skipta máli,“ sagði Biden í efnahagsávarpi sem hann flutti í Hvíta húsinu í dag. „Það mun taka tíma en áður langt um líður munið þið sjá eldsneytisverð lækka þar sem þið fyllið á tankinn.“ Indverjar losar fimm milljónir tunna Bandaríkjastjórn hyggst byrja að losa olíutunnurnar á markað upp úr miðjum desember. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði dagana fyrir tilkynninguna sem bendir til þess að fjárfestar hafi gert ráð fyrir að stjórnvöld kæmu til í að grípa inn í markaðinn með þessum hætti. Eftir tilkynninguna hækkaði verð þó aftur um 2%. AP-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Rystad Energy að fjárfestar hafi mögulega gert sér vonir um umfangsmeiri aðgerðir. Í kjölfar tilkynningar Biden var greint frá því að indversk stjórnvöld ætluðu að losa fimm milljónir tunna á markað og bresk stjórnvöld 1,5 milljón. Japan og Suður-Kórea taka einnig þátt í samhæfðu losunaraðgerðunum sem bandarískir ráðamenn segja vera þær umfangsmestu til þessa. Bensín og olía Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Um er að ræða metfjölda en aðgerðin er unnin í samvinnu við stóra orkunotendur á borð við Indland, Bretland og Kína. Miklar verðhækkanir hafa sést á eldsneyti á heimsvísu og er verð nú yfir 50% hærra í Bandaríkjunum en það var í fyrra. „Þrátt fyrir að samanteknar aðgerðir okkar muni ekki leysa vanda hás eldsneytisverðs á einni nóttu, þá mun þetta skipta máli,“ sagði Biden í efnahagsávarpi sem hann flutti í Hvíta húsinu í dag. „Það mun taka tíma en áður langt um líður munið þið sjá eldsneytisverð lækka þar sem þið fyllið á tankinn.“ Indverjar losar fimm milljónir tunna Bandaríkjastjórn hyggst byrja að losa olíutunnurnar á markað upp úr miðjum desember. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði dagana fyrir tilkynninguna sem bendir til þess að fjárfestar hafi gert ráð fyrir að stjórnvöld kæmu til í að grípa inn í markaðinn með þessum hætti. Eftir tilkynninguna hækkaði verð þó aftur um 2%. AP-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Rystad Energy að fjárfestar hafi mögulega gert sér vonir um umfangsmeiri aðgerðir. Í kjölfar tilkynningar Biden var greint frá því að indversk stjórnvöld ætluðu að losa fimm milljónir tunna á markað og bresk stjórnvöld 1,5 milljón. Japan og Suður-Kórea taka einnig þátt í samhæfðu losunaraðgerðunum sem bandarískir ráðamenn segja vera þær umfangsmestu til þessa.
Bensín og olía Bandaríkin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira