„Þetta var stórt kvöld fyrir hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 16:30 Jadon Sancho fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal í Meistaradeildinni í gær. EPA-EFE/Domenech Castello Jadon Sancho komst loksins á blað með liði Manchester United í gærkvöld og fékk hrós úr mörgum áttum eftir leikinn. Manchester United keypti Sancho á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund í haust en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Sancho náði sér ekki á strik undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en skoraði strax í fyrsta leik eftir að Michael Carrick tók við stjórastarfinu. Our no.25's performance caught the eye of the Reds' caretaker boss @Sanchooo10#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 23, 2021 „Jadon var stórkostlegur. Þú færð umbun ef þú leggur mikið á þig og ég var ánægður fyrir hans hönd. Við sáum allt aðra hlið á Sancho í kvöld,“ sagði Michael Carrick eftir leikinn. „Þetta var stórt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig virkilega fram í varnarleiknum og markið mun efla hann mikið í framhaldinu,“ sagði Carrick. „Ég veit hversu mikið hann elskar að vera með boltann en það ánægjulegasta var vinnusemin og dugnaðurinn án boltans,“ sagði Carrick. „Hann átti mikinn þátt í frammistöðu liðsins því hann sýndi öllum hvað menn þurftu að gefa í þetta,“ sagði Carrick og er hann bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsmannsins. „Það er bara undir Jadon sjálfum komið hvað gerist næst því hann hefur alla hæfileika í heiminum,“ sagði Carrick. Proud to score my first goal for @ManUtd in the best competition in world football @ChampionsLeague ! Great team effort from the boys tonight, we build from this. pic.twitter.com/50Milb4Cc7— Jadon Sancho (@Sanchooo10) November 23, 2021 Jadon Sancho skoraði ekki bara þetta eina mark því hann átti líka annað hættulegt skot, fór í flestar tæklingar af liðsfélögum sínum (4) og 92,5 prósent sendinga hans heppnuðust. Hann átti 24 heppnaðar sendingar á vallarhelmingi Villarreal. Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Unitedd, hrósaði líka Sancho eftir leik og sagði frammistöðuna vera þá bestu síðan hann kom til félagsins. „Hann leit út fyrir að vera í betra formi og var besti leikmaður United liðsins. Hann er svo klár fótboltamaður,“ sagði Paul Scholes. „Þeir þurfa að nota hann meira. Það er öðruvísi fyrir hann að spila í svona liði af því að hann hefur ekki fljúgandi bakvörð eins og hann hafði hjá Dortmund,“ sagði Scholes. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, hrósaði Sancho líka. „Ef einhver átti skilið að skora þá var það Sancho. Hann var frábær,“ sagði Leon Osman. „Það er erfitt að koma inn í nýtt lið með mikla væntingar. Hann bjó sér til fullt af tækifærum í kvöld,“ sagði Osman. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Manchester United keypti Sancho á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund í haust en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Sancho náði sér ekki á strik undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en skoraði strax í fyrsta leik eftir að Michael Carrick tók við stjórastarfinu. Our no.25's performance caught the eye of the Reds' caretaker boss @Sanchooo10#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 23, 2021 „Jadon var stórkostlegur. Þú færð umbun ef þú leggur mikið á þig og ég var ánægður fyrir hans hönd. Við sáum allt aðra hlið á Sancho í kvöld,“ sagði Michael Carrick eftir leikinn. „Þetta var stórt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig virkilega fram í varnarleiknum og markið mun efla hann mikið í framhaldinu,“ sagði Carrick. „Ég veit hversu mikið hann elskar að vera með boltann en það ánægjulegasta var vinnusemin og dugnaðurinn án boltans,“ sagði Carrick. „Hann átti mikinn þátt í frammistöðu liðsins því hann sýndi öllum hvað menn þurftu að gefa í þetta,“ sagði Carrick og er hann bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsmannsins. „Það er bara undir Jadon sjálfum komið hvað gerist næst því hann hefur alla hæfileika í heiminum,“ sagði Carrick. Proud to score my first goal for @ManUtd in the best competition in world football @ChampionsLeague ! Great team effort from the boys tonight, we build from this. pic.twitter.com/50Milb4Cc7— Jadon Sancho (@Sanchooo10) November 23, 2021 Jadon Sancho skoraði ekki bara þetta eina mark því hann átti líka annað hættulegt skot, fór í flestar tæklingar af liðsfélögum sínum (4) og 92,5 prósent sendinga hans heppnuðust. Hann átti 24 heppnaðar sendingar á vallarhelmingi Villarreal. Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Unitedd, hrósaði líka Sancho eftir leik og sagði frammistöðuna vera þá bestu síðan hann kom til félagsins. „Hann leit út fyrir að vera í betra formi og var besti leikmaður United liðsins. Hann er svo klár fótboltamaður,“ sagði Paul Scholes. „Þeir þurfa að nota hann meira. Það er öðruvísi fyrir hann að spila í svona liði af því að hann hefur ekki fljúgandi bakvörð eins og hann hafði hjá Dortmund,“ sagði Scholes. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, hrósaði Sancho líka. „Ef einhver átti skilið að skora þá var það Sancho. Hann var frábær,“ sagði Leon Osman. „Það er erfitt að koma inn í nýtt lið með mikla væntingar. Hann bjó sér til fullt af tækifærum í kvöld,“ sagði Osman.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira