Neitað um öryggisvottun vegna líkamsárásardóms sem hann greindi ekki frá í umsókn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2021 07:01 Utanríkisráðuneytið telur að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga þegar manninum var synjað um öryggisvottun. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um að synja manni um svokallaða öryggisvottun sökum ellefu ára gamals líkamsárásardóms yfir umsækjandanum sem hann greindi ekki frá í umsókn sinni. Maðurinn fór þess á leit við ríkislögreglustjóra í nóvember 2019 að fá öryggisvottun sem hann þarfnaðist starfa sinna vegna þar sem hann þurfti óheftan aðgang að vinnusvæði vegna tölvukerfa, verkferla og gagna sem starfið krefst aðgangs að. Ríkislögreglustjóri tilkynnti svo í febrúar 2020 að til stæði að synja manninum um öryggisvottunar á grundvelli varnarmálalaga eftir bakgrunnsskoðun með vísun í ákvæði reglugerðar sem kveður á um það sé gert, hafi umsækjandi verið dæmdur fyrir alvarleg brot, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Við bakgrunnsskoðun kom í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti árið 2010 verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar. Þá lægi einnig fyrir að maðurinn hafi verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og gengist undir dómsátt vegna fíkniefnabrots árið 1993. Taldi synjun brjóta gegn meðalhófsreglu Maðurinn ákvað að kæra ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra þar sem hann sagði það brjóta gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að synja hann um öryggisvottun með vísun í tæplega þrjátíu ára brota, með hliðsjón af því að „bakgrunnsskoðanir skuli framkvæmdar a.m.k. fimm ár aftur í tímann vegna umsókna um öryggisvottun af því trúnaðarstigi sem um ræðir.“ Einnig sé varla hægt að líta svo á að hann hafi gerst sekur um alvarlegt brot þegar hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi með dómi Hæstaréttar árið 2010 og að umrætt atvik hafi átt sér stað árið 2008. Þá hafi hann bent á að hann hafi ávallt neitað að hafa gerst sekur um brotið og að einn þriggja dómara Hæstaréttar Íslands hafi skilað sératkvæði þar sem að dómarinn taldi að sýkna bæri kæranda. Við bakgrunnsskoðun hjá ríkislögreglustjóra hafi komið í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti hlotið dóm fyrir líkamsárás sem framin var árið 2008.Vísir/Egill Tíu ára tímamark Það var engu að síður niðurstaða ríkislögreglustjóra í apríl 2020 að synja manninum um öryggisvottun. Taka yrði mið að því hvort hann hafi gefið falsaðar eða rangar upplýsingar eða að vísvitandi hafi verið þagað um upplýsingar sem viðkomandi mátti vita að hefðu áhrif á niðurstöðu mats um útgáfu öryggisvottunar. Í niðurstöðukafla utanríkisráðuneytisins segir að það sé talið eðlilegt, með hliðsjón af tíu ára tímamarki tilgreiningar á sakavottorði til yfirvalda, að sá dómur sem lagður var til grundvallar ákvörðunarinnar hafi komið til skoðunar við afgreiðslu umsóknarinnar. Þá hafi ekki verið litið til þess að maðurinn hafi ekki veitt neinar upplýsingar um afbrotaferil sinn á umsóknareyðublaði sem hann fyllti út og undirritaði þrátt fyrir að í eyðublaðinu sé spurt hvort umsækjandi hafi hlotið dóm, gert dómssátt eða hlotið lögreglustjórasekt án þess að sett séu fram sérstök tímaviðmið. „Í umsóknareyðublaðinu svaraði kærandi spurningunni játandi, en í reit þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um afbrot veitti kærandi ekki upplýsingar um dóminn eða önnur eldri brot, heldur vísaði til einkamáls vegna vanskila fjármuna,“ segir í úrskurðinum. Ráðuneytið taldi að ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu við afgreiðslu umsóknarinnar og því væri rétt að staðfesta hina kærðu ákvörðun embættisins. Einnig er tekið fram að þessi niðurstaða útiloki ekki að geti sótt um öryggisvottun á nýjan leik, þar sem réttar upplýsingagjafar er gætt. Bersýnilegt sé að við afgreiðslu nýrrar umsóknar yrði búið að afmá áðurnefndan dóm úr sakavottorði. Stjórnsýsla Öryggis- og varnarmál Vinnumarkaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Maðurinn fór þess á leit við ríkislögreglustjóra í nóvember 2019 að fá öryggisvottun sem hann þarfnaðist starfa sinna vegna þar sem hann þurfti óheftan aðgang að vinnusvæði vegna tölvukerfa, verkferla og gagna sem starfið krefst aðgangs að. Ríkislögreglustjóri tilkynnti svo í febrúar 2020 að til stæði að synja manninum um öryggisvottunar á grundvelli varnarmálalaga eftir bakgrunnsskoðun með vísun í ákvæði reglugerðar sem kveður á um það sé gert, hafi umsækjandi verið dæmdur fyrir alvarleg brot, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Við bakgrunnsskoðun kom í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti árið 2010 verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar. Þá lægi einnig fyrir að maðurinn hafi verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og gengist undir dómsátt vegna fíkniefnabrots árið 1993. Taldi synjun brjóta gegn meðalhófsreglu Maðurinn ákvað að kæra ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra þar sem hann sagði það brjóta gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að synja hann um öryggisvottun með vísun í tæplega þrjátíu ára brota, með hliðsjón af því að „bakgrunnsskoðanir skuli framkvæmdar a.m.k. fimm ár aftur í tímann vegna umsókna um öryggisvottun af því trúnaðarstigi sem um ræðir.“ Einnig sé varla hægt að líta svo á að hann hafi gerst sekur um alvarlegt brot þegar hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi með dómi Hæstaréttar árið 2010 og að umrætt atvik hafi átt sér stað árið 2008. Þá hafi hann bent á að hann hafi ávallt neitað að hafa gerst sekur um brotið og að einn þriggja dómara Hæstaréttar Íslands hafi skilað sératkvæði þar sem að dómarinn taldi að sýkna bæri kæranda. Við bakgrunnsskoðun hjá ríkislögreglustjóra hafi komið í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti hlotið dóm fyrir líkamsárás sem framin var árið 2008.Vísir/Egill Tíu ára tímamark Það var engu að síður niðurstaða ríkislögreglustjóra í apríl 2020 að synja manninum um öryggisvottun. Taka yrði mið að því hvort hann hafi gefið falsaðar eða rangar upplýsingar eða að vísvitandi hafi verið þagað um upplýsingar sem viðkomandi mátti vita að hefðu áhrif á niðurstöðu mats um útgáfu öryggisvottunar. Í niðurstöðukafla utanríkisráðuneytisins segir að það sé talið eðlilegt, með hliðsjón af tíu ára tímamarki tilgreiningar á sakavottorði til yfirvalda, að sá dómur sem lagður var til grundvallar ákvörðunarinnar hafi komið til skoðunar við afgreiðslu umsóknarinnar. Þá hafi ekki verið litið til þess að maðurinn hafi ekki veitt neinar upplýsingar um afbrotaferil sinn á umsóknareyðublaði sem hann fyllti út og undirritaði þrátt fyrir að í eyðublaðinu sé spurt hvort umsækjandi hafi hlotið dóm, gert dómssátt eða hlotið lögreglustjórasekt án þess að sett séu fram sérstök tímaviðmið. „Í umsóknareyðublaðinu svaraði kærandi spurningunni játandi, en í reit þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um afbrot veitti kærandi ekki upplýsingar um dóminn eða önnur eldri brot, heldur vísaði til einkamáls vegna vanskila fjármuna,“ segir í úrskurðinum. Ráðuneytið taldi að ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu við afgreiðslu umsóknarinnar og því væri rétt að staðfesta hina kærðu ákvörðun embættisins. Einnig er tekið fram að þessi niðurstaða útiloki ekki að geti sótt um öryggisvottun á nýjan leik, þar sem réttar upplýsingagjafar er gætt. Bersýnilegt sé að við afgreiðslu nýrrar umsóknar yrði búið að afmá áðurnefndan dóm úr sakavottorði.
Stjórnsýsla Öryggis- og varnarmál Vinnumarkaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira