Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 16:19 Talibanar á ferð um götur Jalalabad. Gettu Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS. Minnst þrettán hundrað Talibanar taka þátt í aðgerðum í Nangahar-héraði og hefur árásum þeirra gegn ISIS fjölgað töluvert. Meðal annars hefur árásum fjölgað þar sem Talibanar ráðast til atlögu gegn grunuðum ISIS-liðum að nóttu til. Íbúar og Talibanar segja í samtali við Washington Post að af þeim hundruðum sem hafa verið handteknir af Talibönum hafi fjölmargir horfið eða verið myrtir. „Baráttan er erfið og stundum grimmileg en við verðum að þurrka Daesh(ISIS) út ekki bara fyrir Afganistan heldur fyrir heiminn allan,“ sagði Qari Nurullah Fateh, einn af Talibönum sem berjast gegn iSIS í Jalalabad. „Ef einhver gefst ekki upp fyrir okkur, drepum við hann.“ Hann áætlar að í Jalalabad séu sjö til tíu grunaðir ISIS-liðar handteknir í viku hverri og um six séu drepnir. Segja ISIS-liðum hafa vaxið ásmegin Sameinuðu þjóðirnar áætla að ISIS-liðum hafi vaxið ásmegin í Afganistan í kjölfar skyndilegrar yfirtöku Talibana þar. Harðar aðgerðir Talibana eru þar að auki sagðar hafa leitt til fjölgunar í röðum Íslamska ríkisins sem hefur dreift sér um landið og er nú sagt vera með viðveru í öllum héruðum Afganistans. Í frétt Reuters frá því í síðustu viku er vitnað í sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna sem sagði ISIS-liðar noti það að Talibanar handaki og bani grunuðum vígamönnum, til að fá fólk til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Deborah Lyons, erindrekinn, sagði að alþjóðasamfélagið þyrfti að fylgjast betur með aðstæðum í Afganistan og að Talibanar hefðu ekki getað staðið nægilega vel í hárinu á ISIS-liðum. Hún sagði einnig að þrátt fyrir að Talibanar reyndu að setja upp raunverulega ríkisstjórn í Afganistan útilokuðu þeir alla aðra þjóðflokka og græfu undan réttindum kvenna og stúlkna. Þar að auki varaði Lyons við mögulega erfiðum aðstæðum í vetur vegna slæms ásigkomulags efnahags Afganistans og þurrka. Tóku rúmlega fjörutíu af lífi og hengdu upp lík þeirra Þegar ISIS-liðar hófu árásir sínar í Jalalabad í Nangahar-héraði, skömmu eftir yfirtöku Talibana brugðust Talibanar við með að taka af lífi nokkra menn sem grunaðir voru um að hafa hjálpað ISIS-liðum og hengja lík þeirra á fjölförnum vegum í borginni. Fateh sagði Washington Post að þetta hefðu verið rétt viðbrögð og þeim hefði verið ætlað að sýna fólki afleiðingar þess að starfa með ISIS. Aðrir vígamenn sem rætt var við staðfestu frásögn hans. Hann sagðist sjálfur hafa hengt upp tvö líkanna og giskaði á að í heildina hefðu lík rúmlega fjörutíu manna verið hengd upp. „Þetta var mjög skilvirk leið til að bregðast við,“ sagði Fateh. Ofbeldið eykst Ofbeldið hefur bara aukist í kjölfar þessara morða og íbúar Jalalabad segjast óttast að aðferðir Talibana hjálpi ISIS-liðum. Talibanar hafa verið beðnir um að hætta að drepa fólk án dóms og laga en íbúar segja að annars verði erfitt að koma í veg fyrir að ungir menn gangi til liðs við Íslamska ríkið í Afganistan. Talið er að á milli tvö þúsund og 3.500 ISIS-liðar séu í Afganistan. Vígamenn Talibana eru aftur á móti taldir vera um sjötíu þúsund. Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ung baráttukona skotin til bana í Afganistan Ung kona sem barist hefur ötullega fyrir réttindum kvenna í Afganistan fannst skotin til bana í borginni Mazar-i-Sharif í fyrradag. 6. nóvember 2021 16:54 „Við erum mjög hrædd en förum afar varlega“ Allt frá því að Talibanar komust til valda á ný í Afganistan í sumar hefur veröldin umturnast fyrir stóran hluta þjóðarinnar. 3. nóvember 2021 06:01 Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins. 2. nóvember 2021 11:38 Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás. 30. október 2021 20:25 Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. 29. október 2021 16:50 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Minnst þrettán hundrað Talibanar taka þátt í aðgerðum í Nangahar-héraði og hefur árásum þeirra gegn ISIS fjölgað töluvert. Meðal annars hefur árásum fjölgað þar sem Talibanar ráðast til atlögu gegn grunuðum ISIS-liðum að nóttu til. Íbúar og Talibanar segja í samtali við Washington Post að af þeim hundruðum sem hafa verið handteknir af Talibönum hafi fjölmargir horfið eða verið myrtir. „Baráttan er erfið og stundum grimmileg en við verðum að þurrka Daesh(ISIS) út ekki bara fyrir Afganistan heldur fyrir heiminn allan,“ sagði Qari Nurullah Fateh, einn af Talibönum sem berjast gegn iSIS í Jalalabad. „Ef einhver gefst ekki upp fyrir okkur, drepum við hann.“ Hann áætlar að í Jalalabad séu sjö til tíu grunaðir ISIS-liðar handteknir í viku hverri og um six séu drepnir. Segja ISIS-liðum hafa vaxið ásmegin Sameinuðu þjóðirnar áætla að ISIS-liðum hafi vaxið ásmegin í Afganistan í kjölfar skyndilegrar yfirtöku Talibana þar. Harðar aðgerðir Talibana eru þar að auki sagðar hafa leitt til fjölgunar í röðum Íslamska ríkisins sem hefur dreift sér um landið og er nú sagt vera með viðveru í öllum héruðum Afganistans. Í frétt Reuters frá því í síðustu viku er vitnað í sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna sem sagði ISIS-liðar noti það að Talibanar handaki og bani grunuðum vígamönnum, til að fá fólk til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Deborah Lyons, erindrekinn, sagði að alþjóðasamfélagið þyrfti að fylgjast betur með aðstæðum í Afganistan og að Talibanar hefðu ekki getað staðið nægilega vel í hárinu á ISIS-liðum. Hún sagði einnig að þrátt fyrir að Talibanar reyndu að setja upp raunverulega ríkisstjórn í Afganistan útilokuðu þeir alla aðra þjóðflokka og græfu undan réttindum kvenna og stúlkna. Þar að auki varaði Lyons við mögulega erfiðum aðstæðum í vetur vegna slæms ásigkomulags efnahags Afganistans og þurrka. Tóku rúmlega fjörutíu af lífi og hengdu upp lík þeirra Þegar ISIS-liðar hófu árásir sínar í Jalalabad í Nangahar-héraði, skömmu eftir yfirtöku Talibana brugðust Talibanar við með að taka af lífi nokkra menn sem grunaðir voru um að hafa hjálpað ISIS-liðum og hengja lík þeirra á fjölförnum vegum í borginni. Fateh sagði Washington Post að þetta hefðu verið rétt viðbrögð og þeim hefði verið ætlað að sýna fólki afleiðingar þess að starfa með ISIS. Aðrir vígamenn sem rætt var við staðfestu frásögn hans. Hann sagðist sjálfur hafa hengt upp tvö líkanna og giskaði á að í heildina hefðu lík rúmlega fjörutíu manna verið hengd upp. „Þetta var mjög skilvirk leið til að bregðast við,“ sagði Fateh. Ofbeldið eykst Ofbeldið hefur bara aukist í kjölfar þessara morða og íbúar Jalalabad segjast óttast að aðferðir Talibana hjálpi ISIS-liðum. Talibanar hafa verið beðnir um að hætta að drepa fólk án dóms og laga en íbúar segja að annars verði erfitt að koma í veg fyrir að ungir menn gangi til liðs við Íslamska ríkið í Afganistan. Talið er að á milli tvö þúsund og 3.500 ISIS-liðar séu í Afganistan. Vígamenn Talibana eru aftur á móti taldir vera um sjötíu þúsund.
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ung baráttukona skotin til bana í Afganistan Ung kona sem barist hefur ötullega fyrir réttindum kvenna í Afganistan fannst skotin til bana í borginni Mazar-i-Sharif í fyrradag. 6. nóvember 2021 16:54 „Við erum mjög hrædd en förum afar varlega“ Allt frá því að Talibanar komust til valda á ný í Afganistan í sumar hefur veröldin umturnast fyrir stóran hluta þjóðarinnar. 3. nóvember 2021 06:01 Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins. 2. nóvember 2021 11:38 Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás. 30. október 2021 20:25 Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. 29. október 2021 16:50 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Ung baráttukona skotin til bana í Afganistan Ung kona sem barist hefur ötullega fyrir réttindum kvenna í Afganistan fannst skotin til bana í borginni Mazar-i-Sharif í fyrradag. 6. nóvember 2021 16:54
„Við erum mjög hrædd en förum afar varlega“ Allt frá því að Talibanar komust til valda á ný í Afganistan í sumar hefur veröldin umturnast fyrir stóran hluta þjóðarinnar. 3. nóvember 2021 06:01
Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins. 2. nóvember 2021 11:38
Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás. 30. október 2021 20:25
Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. 29. október 2021 16:50