Auglýsingin ber titilinn „Þegar Harry hitti jólasveininn,“ og er hjartnæm ástarsaga í tilefni þess að fimmtíu ár eru síðan samkynhneigð var „afglæpavædd“ í Noregi.
„Þetta hefur verið erfitt ár fyrir okkur öll - Heimsfaraldur, loftslagsváin, mál hælisleitenda og margt fleira,“ segir Monica Solberg, markaðsstjóri Norska póstsins í viðtali við samtökin LGBTQ Nation.
„Kannski er falleg og hjartnæm ástarsaga einmitt það sem við þurfum þetta árið. Fögnum þeirri staðreynd að við megum elska hvern sem er í Noregi, þrátt fyrir allt það slæma sem er að gerast í heiminum,“ segir Monica og bætir við að öll séu velkomin í vinnu hjá Norska póstinum.
Auglýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.