Innlent

Gular viðvaranir í kortunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Austurlandi á morgun.
Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Austurlandi á morgun. Veðurstofan

Veðurstofa Íslands varar við leiðindaveðri á Austfjörðum og Suðausturlandi annað kvöld. Líkur eru á samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Gul viðvörun tekur gildi klukkan níu á Austfjörðum annað kvöld, en búast má norðaustan stormi. Gert er ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-28 metrar á sekúndu. Varað er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 metra á sekúndu. Skafrenningur er líklegur til fjalla.

Á Suðausturlandi tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan átta annað kvöld. Búast má við roki eða norðan og norðvestan stormi. Vindur verður á bilinu 23-28 metrar á sekúndu undir Vatnajökli. Búast má við mjög snörpum vindhviðum staðbundið yfir 45 metra á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×