„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2021 13:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki sínu í 4-0 sigrinum á Tékklandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld. Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira