Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 13:05 Stjórnendur Landspítalans funda með landlækni í dag. Vísir/Vilhelm Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. Lögregla telur rökstuddan grun um að andlát sex sjúkling Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra sjúklinga eru til skoðunar hjá lögreglu en Skúli er talinn hafa skráð sjúklinga sína - að tilefnislausu. Læknafélag Íslands gaf ekki kost á viðtali í dag en segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu hafa fylgst með framgangi málsins. Félagið styðji félagsmann sem málinu tengist eins og því beri. Þá sé málið í höndum þeirra yfirvalda sem eigi að annast mál sem þessi. Læknafélagið treystir því að niðurstaða fáist í málið sem fyrst en að sú óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla málsaðila. Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði svartri og ítarlegri skýrslu um störf hans, skýrslu sem spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í framhaldinu var hann sviptur starfsleyfi sínu. Hann fór þá í endurmenntun og endurhæfingu hjá Landspítala og fékk nýverið takmarkað endurnýjað starfsleyfi. Takmarkað starfsleyfi þýðir að viðkomandi er undir sérstöku eftirliti og getur þýtt að hann fái ekki að sinna ákveðnum sjúklingum og/eða fær ekki að ávísa lyfjum. Fréttastofa hefur hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvaða takmarkanir eru á starfsleyfi Skúla. Landspítalinn gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að umfang brotanna hafi komið í opna skjöldu. Engu að síður var greint frá því í ágúst að sex fjölskyldum hafi verið skipaður réttargæslumaður og í febrúar lá fyrir hin umfangsmikla skýrsla landlæknis. Landlæknir hefur kallað eftir gögnum frá lögreglu og mun funda með stjórnendum Landspítalans í dag, þar sem framhaldið verður ákveðið. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögregla telur rökstuddan grun um að andlát sex sjúkling Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra sjúklinga eru til skoðunar hjá lögreglu en Skúli er talinn hafa skráð sjúklinga sína - að tilefnislausu. Læknafélag Íslands gaf ekki kost á viðtali í dag en segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu hafa fylgst með framgangi málsins. Félagið styðji félagsmann sem málinu tengist eins og því beri. Þá sé málið í höndum þeirra yfirvalda sem eigi að annast mál sem þessi. Læknafélagið treystir því að niðurstaða fáist í málið sem fyrst en að sú óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla málsaðila. Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði svartri og ítarlegri skýrslu um störf hans, skýrslu sem spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í framhaldinu var hann sviptur starfsleyfi sínu. Hann fór þá í endurmenntun og endurhæfingu hjá Landspítala og fékk nýverið takmarkað endurnýjað starfsleyfi. Takmarkað starfsleyfi þýðir að viðkomandi er undir sérstöku eftirliti og getur þýtt að hann fái ekki að sinna ákveðnum sjúklingum og/eða fær ekki að ávísa lyfjum. Fréttastofa hefur hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvaða takmarkanir eru á starfsleyfi Skúla. Landspítalinn gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að umfang brotanna hafi komið í opna skjöldu. Engu að síður var greint frá því í ágúst að sex fjölskyldum hafi verið skipaður réttargæslumaður og í febrúar lá fyrir hin umfangsmikla skýrsla landlæknis. Landlæknir hefur kallað eftir gögnum frá lögreglu og mun funda með stjórnendum Landspítalans í dag, þar sem framhaldið verður ákveðið.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35